Innlent

Margir hætta í framhaldsskólanámi vegna andlegra veikinda

Jakob Bjarnar skrifar
673 framhaldsskólanemendur hættu námi á haustönn 2014, það er hurfu frá námi án þess að ljúka prófum í lok annarinnar.
673 framhaldsskólanemendur hættu námi á haustönn 2014, það er hurfu frá námi án þess að ljúka prófum í lok annarinnar. visir/anton
Samkvæmt upplýsingum frá 31 skóla, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið svo birtir, hættu 673 framhaldsskólanemendur námi á haustönn 2014, það er hurfu frá námi án þess að ljúka prófum í lok annarinnar.

Á framhaldsskólastigi stunduðu 26.964 nemendur nám á haustönn 2013 og má gera ráð fyrir að svipaður fjöldi hafi stundað nám á haustönn 2014. Ráðuneytið vinnur nú að því, í samvinnu við skólana, að sporna gegn brottfalli nemenda, en áhyggjuefni er að nemendum sem segjast hafa hætt vegna andlegra veikinda fjölgar á milli anna og við því vill ráðuneytið bregðast.


Tengdar fréttir

Fjórðungur hættir námi

Einungis 45 prósent þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla á Íslandi ná að ljúka námi á fjórum árum. Miðað er við nemendur sem innrituðust í skóla haustið 2004 og hver staða þeirra er fjórum, sex og sjö árum síðar.

Brottfallsnemar verða bótaþegar

Þrjú þúsund ungmenni eru á framfærslustyrk sveitarfélaganna og veldur fjöldi ungra karla sem eru félagslega óvirkir og á bótum miklum áhyggjum innan félagsþjónustunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×