Flókinn veruleiki á bak við það þegar nemendur hætta í skóla 17. október 2014 19:00 Haft var samband við alla þá sem hættu námi á vorönn og náms- og starfsráðgjafar skólanna mátu hver meginástæða væri fyrir brotthvarfi hvers og eins. Flestum hafði verið vikið úr skóla vegna slæmrar mætingar en þar að baki geta legið margvíslegar ástæður. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur hjá ráðuneytingu, segir reglur skólanna þó ekki vera of strangar. „Ég held ekki. Þær eru bara allt öðruvísi en í grunnskólanum. Þegar krakkar koma upp í framhaldsskóla þá koma þau úr umhverfi þar sem er hægt að hringja sig inn veikan og það er hægt að fara í frí með foreldrum til útlanda og annað og þetta er ekkert alls staðar hægt í framhaldsskólunum. Þau fá fjarvistir en viðmiðin eru samt það rúm að þau eiga að hafa svigrúm til þess að verða veik og fara til læknis og gera það sem þau þurfa að gera.“ Vandamálið liggi frekar í því að nemendur taki skólann og nám sitt ekki nægilega alvarlega. „Ég held bara að það þurfi að brýna betur fyrir krökkum að skóli er vinna og það þarf að mæta í hann eins og vinnu.“ Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði skrifar um þessar mundir doktorsritgerð um brottfall nemenda úr framhaldsskólum. „Það er yfirleitt einhver flókinn veruleiki á bak við það þegar krakkar hætta vegna þess að þau eru rekin eða standa sig ekki nógu vel í náminu eða eitthvað slíkt. Miklu flóknari en menn gera sér grein fyrir og það er oft erfitt að komast inn í hann og finna út á hvað hann gengur.“ 40% þeirra sem hættu í skóla á síðustu önn án þess að ljúka prófi voru yfir tvítugu en eins og fjallað hefur verið um í fréttum stendur nú til að takmarka aðgengi 25 ára og eldri inn í framhaldsskólana. „Mér finnst þetta í raun og veru bara styðja það sem við erum að gera. Það er fjöldinn allur af námsúrræðum fyrir þá sem eru orðnir 25 ára og við þurfum bara að skoða hvort annað námsumhverfi henti ekki betur þessum hópi,“ segir Kristrún. Tengdar fréttir 870 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum Algengasta ástæða brotthvarfs var vegna brota á skólareglum. 17. október 2014 10:10 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Haft var samband við alla þá sem hættu námi á vorönn og náms- og starfsráðgjafar skólanna mátu hver meginástæða væri fyrir brotthvarfi hvers og eins. Flestum hafði verið vikið úr skóla vegna slæmrar mætingar en þar að baki geta legið margvíslegar ástæður. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur hjá ráðuneytingu, segir reglur skólanna þó ekki vera of strangar. „Ég held ekki. Þær eru bara allt öðruvísi en í grunnskólanum. Þegar krakkar koma upp í framhaldsskóla þá koma þau úr umhverfi þar sem er hægt að hringja sig inn veikan og það er hægt að fara í frí með foreldrum til útlanda og annað og þetta er ekkert alls staðar hægt í framhaldsskólunum. Þau fá fjarvistir en viðmiðin eru samt það rúm að þau eiga að hafa svigrúm til þess að verða veik og fara til læknis og gera það sem þau þurfa að gera.“ Vandamálið liggi frekar í því að nemendur taki skólann og nám sitt ekki nægilega alvarlega. „Ég held bara að það þurfi að brýna betur fyrir krökkum að skóli er vinna og það þarf að mæta í hann eins og vinnu.“ Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði skrifar um þessar mundir doktorsritgerð um brottfall nemenda úr framhaldsskólum. „Það er yfirleitt einhver flókinn veruleiki á bak við það þegar krakkar hætta vegna þess að þau eru rekin eða standa sig ekki nógu vel í náminu eða eitthvað slíkt. Miklu flóknari en menn gera sér grein fyrir og það er oft erfitt að komast inn í hann og finna út á hvað hann gengur.“ 40% þeirra sem hættu í skóla á síðustu önn án þess að ljúka prófi voru yfir tvítugu en eins og fjallað hefur verið um í fréttum stendur nú til að takmarka aðgengi 25 ára og eldri inn í framhaldsskólana. „Mér finnst þetta í raun og veru bara styðja það sem við erum að gera. Það er fjöldinn allur af námsúrræðum fyrir þá sem eru orðnir 25 ára og við þurfum bara að skoða hvort annað námsumhverfi henti ekki betur þessum hópi,“ segir Kristrún.
Tengdar fréttir 870 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum Algengasta ástæða brotthvarfs var vegna brota á skólareglum. 17. október 2014 10:10 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
870 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum Algengasta ástæða brotthvarfs var vegna brota á skólareglum. 17. október 2014 10:10