Reisa nýja heilsugæslustöð í Mývatnssveit Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2015 20:17 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagbjört Sigríður Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur tóku fyrstu skóflustunguna Mynd/Velferðarráðuneytið Fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit var tekin í dag en áætlað er að taka hana í notkun í febrúar á næsta ári.Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að núverandi heilsugæsla sé rekin í gömlu íbúðarhúsi sem henti starfseminni illa. „Trésmiðjan Rein ehf. sem byggir húsnæðið átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 96 milljónir króna. Áform um byggingu heilsugæslustöðvar í Mývatnssveit eiga sér langa sögu, en til þessa hefur gamla íbúðarhúsið að Helluhrauni 17 í Reykjahlíð verið látið duga með lítilsháttar lagfæringum sem gerðar hafa verið á síðari árum. Í apríl 2014 lauk Framkvæmdasýsla ríkisins frumathugun á mögulegum kostum til að bæta úr húsnæðismálum heilsugæslunnar. Niðurstaðan var sú að skynsamlegast væri að byggja, fremur en að ráðast í framkvæmdir við núverandi húsnæði, þar sem gagngerar endurbætur myndu ekki nægja til að sníða af því ýmsa vankanta.Sérstaða vegna mikils fjölda ferðamannaHeilsugæslan í Mývatnssveit þjónar grunnheilsugæslu í um 400 manna byggðarlagi. Íbúafjöldinn segir þó lítið um notkun þjónustunnar þar sem ferðamannastraumur á svæðinu er mikill og sívaxandi allan ársins hring. Fjöldinn er þó langmestur á sumrin, eða um 5000 ferðamenn dag hvern, samkvæmt tölum frá árinu 2013 og skapar þessi mikli fjöldi ferðamanna ákveðna sérstöðu varðandi þjónustu heilsugæslustöðvarinnar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagbjört Sigríður Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur tóku fyrstu skóflustunguna að nýju heilsugæslustöðinni sem mun rísa við hlið sveitarstjórnarskrifstofu Skútustaðahrepps að Hlíðavegi í Reykjahlíð. Húsið er timburhús og verður um 240 fermetrar að stærð, með um 30 fermetra opnu bílskýli. Arkítekt er Björn Kristleifsson. „Örugg og góð heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum hvers byggðarlags og því er augljóst að tímamótin hér í dag eru mikilvæg fyrir alla íbúa sveitarfélagsins – og auðvitað líka þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma, þurfi þeir á heilbrigðisþjónustu að halda“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra við athöfnina í dag: „Þetta verður mikil bót fyrir notendur þjónustunnar og stórbætir aðstöðu starfsfólksins sem ekki er vanþörf á.“ Heilsugæslan í Mývatnssveit er hluti af Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem varð til við sameiningu heilbrigðisstofnana 1. október 2014. Starfssvæði hennar nær frá Blönduósi austur á Þórshöfn og starfsstöðvarnar eru 18. Forstjóri stofnunarinnar er Jón Helgi Björnsson,“ segir í fréttinni Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit var tekin í dag en áætlað er að taka hana í notkun í febrúar á næsta ári.Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að núverandi heilsugæsla sé rekin í gömlu íbúðarhúsi sem henti starfseminni illa. „Trésmiðjan Rein ehf. sem byggir húsnæðið átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 96 milljónir króna. Áform um byggingu heilsugæslustöðvar í Mývatnssveit eiga sér langa sögu, en til þessa hefur gamla íbúðarhúsið að Helluhrauni 17 í Reykjahlíð verið látið duga með lítilsháttar lagfæringum sem gerðar hafa verið á síðari árum. Í apríl 2014 lauk Framkvæmdasýsla ríkisins frumathugun á mögulegum kostum til að bæta úr húsnæðismálum heilsugæslunnar. Niðurstaðan var sú að skynsamlegast væri að byggja, fremur en að ráðast í framkvæmdir við núverandi húsnæði, þar sem gagngerar endurbætur myndu ekki nægja til að sníða af því ýmsa vankanta.Sérstaða vegna mikils fjölda ferðamannaHeilsugæslan í Mývatnssveit þjónar grunnheilsugæslu í um 400 manna byggðarlagi. Íbúafjöldinn segir þó lítið um notkun þjónustunnar þar sem ferðamannastraumur á svæðinu er mikill og sívaxandi allan ársins hring. Fjöldinn er þó langmestur á sumrin, eða um 5000 ferðamenn dag hvern, samkvæmt tölum frá árinu 2013 og skapar þessi mikli fjöldi ferðamanna ákveðna sérstöðu varðandi þjónustu heilsugæslustöðvarinnar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagbjört Sigríður Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur tóku fyrstu skóflustunguna að nýju heilsugæslustöðinni sem mun rísa við hlið sveitarstjórnarskrifstofu Skútustaðahrepps að Hlíðavegi í Reykjahlíð. Húsið er timburhús og verður um 240 fermetrar að stærð, með um 30 fermetra opnu bílskýli. Arkítekt er Björn Kristleifsson. „Örugg og góð heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum hvers byggðarlags og því er augljóst að tímamótin hér í dag eru mikilvæg fyrir alla íbúa sveitarfélagsins – og auðvitað líka þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma, þurfi þeir á heilbrigðisþjónustu að halda“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra við athöfnina í dag: „Þetta verður mikil bót fyrir notendur þjónustunnar og stórbætir aðstöðu starfsfólksins sem ekki er vanþörf á.“ Heilsugæslan í Mývatnssveit er hluti af Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem varð til við sameiningu heilbrigðisstofnana 1. október 2014. Starfssvæði hennar nær frá Blönduósi austur á Þórshöfn og starfsstöðvarnar eru 18. Forstjóri stofnunarinnar er Jón Helgi Björnsson,“ segir í fréttinni
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira