Ólga í Hafnarfirði: „Frekjupólitík af verstu sort“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 17:49 Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Vísir „Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00