Íslensku strákarnir spiluðu vel og voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls setti liðið niður 17 þrista en enginn var mikilvægari en þristurinn hjá Loga Gunnarssyni undir lokin þegar hann jafnaði metin í 91-91 og tryggði Íslandi framlengingu.
Sjá einnig: Logi: Ég tróð mér inná í lokin
Njarðvíkingurinn á sennilega ekki eftir að gleyma þessu augnabliki í bráð enda voru tilþrifin frábær.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Berlín og náði þessum skemmtilegum myndum af þristinum hans Loga sem sjá má hér að neðan.




