Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:38 Hlynur Bæringsson og Logi Gunnarsson eftir leikinn. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31