Páll Óskar heldur upp á miðlungsafmæli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2015 10:00 Afmælisbarnið Páll Óskar vísir/gva „Loksins náðist að opna sýninguna,“ segir Páll Óskar, en í gær var opnuð sýning hans í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Upphaflega stóð til að opna hana á laugardaginn en sökum veðurs var ákveðið að bíða með opnunina. Sýningin er nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla en henni er skipt niður eftir tímabilum. Þar má berja augum búninga sem hann hefur klæðst á ferlinum, úrklippur úr gömlum dagblöðum, teikningar, dagatöl og að ógleymdum Nokia 6110-símanum sem hann átti lengur en góðu hófi gegndi. Í dag, á afmælisdaginn sjálfan, hefur Palli hins vegar í hyggju að bjóða nánasta skyldfólki sínu í mat heim til sín. „Og það er sko ekkert grín,“ segir afmælisbarnið. Páll er yngstur sjö systkina og þegar búið er að bjóða systkinum, mökum þeirra og afkomendum auk viðhengja og barna þeirra, telur hópurinn alls 33. „Ég nýt þeirrar blessunar að Ásdís, elsta systir mín, starfar sem kokkur og hún ætlar að elda lambapottrétt ofan í liðið í einhverjum tröllapotti. Það fellur síðan í minn hlut að búa til forláta kartöflustöppu í meðlæti,“ segir Páll. „Okkur hlýtur að takast það að koma öllum fyrir í íbúðinni minni.“ Spurður hvort hann sé mikið afmælisbarn, samanber það að vera jólabarn, segir Páll að yfirleitt láti hann sér nægja að bjóða sínum allra nánustu vinum í mat, spjall og spil. „En þar sem þetta er nú svona miðlungsafmæli þá er allt í lagi að bjóða stórfjölskyldunni.“ Fyrir fimm árum hélt Palli upp á eftirminnilegasta afmælið sitt, en þá varð hann fertugur. Herlegheitin fóru fram á Nasa og Hemmi Gunn var veislustjóri. Meðal þeirra sem komu fram voru Baggalútsmenn, Brynhildur Björnsdóttir leikkona hélt ræðu og kvöldinu var svo slúttað með heljarinnar dansleik þar sem Palli sá um tónlistina. „Þetta tókst frábærlega upp þá. Það komu um sjö hundruð manns sem var allt frábært fólk sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir Páll, en bætir við að það sé ekki hægt að hafa slíka veislu í hvert einasta skipti. Sýning Páls verður áfram opin í Hljómahöllinni og áhugasamir geta sótt sér plötur hans inn á palloskar.is. Tengdar fréttir Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sýningu í Rokksafninu í Hljómahöllinni Reykjanesbæ 30. janúar 2015 08:00 Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. 2. desember 2014 18:25 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
„Loksins náðist að opna sýninguna,“ segir Páll Óskar, en í gær var opnuð sýning hans í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Upphaflega stóð til að opna hana á laugardaginn en sökum veðurs var ákveðið að bíða með opnunina. Sýningin er nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla en henni er skipt niður eftir tímabilum. Þar má berja augum búninga sem hann hefur klæðst á ferlinum, úrklippur úr gömlum dagblöðum, teikningar, dagatöl og að ógleymdum Nokia 6110-símanum sem hann átti lengur en góðu hófi gegndi. Í dag, á afmælisdaginn sjálfan, hefur Palli hins vegar í hyggju að bjóða nánasta skyldfólki sínu í mat heim til sín. „Og það er sko ekkert grín,“ segir afmælisbarnið. Páll er yngstur sjö systkina og þegar búið er að bjóða systkinum, mökum þeirra og afkomendum auk viðhengja og barna þeirra, telur hópurinn alls 33. „Ég nýt þeirrar blessunar að Ásdís, elsta systir mín, starfar sem kokkur og hún ætlar að elda lambapottrétt ofan í liðið í einhverjum tröllapotti. Það fellur síðan í minn hlut að búa til forláta kartöflustöppu í meðlæti,“ segir Páll. „Okkur hlýtur að takast það að koma öllum fyrir í íbúðinni minni.“ Spurður hvort hann sé mikið afmælisbarn, samanber það að vera jólabarn, segir Páll að yfirleitt láti hann sér nægja að bjóða sínum allra nánustu vinum í mat, spjall og spil. „En þar sem þetta er nú svona miðlungsafmæli þá er allt í lagi að bjóða stórfjölskyldunni.“ Fyrir fimm árum hélt Palli upp á eftirminnilegasta afmælið sitt, en þá varð hann fertugur. Herlegheitin fóru fram á Nasa og Hemmi Gunn var veislustjóri. Meðal þeirra sem komu fram voru Baggalútsmenn, Brynhildur Björnsdóttir leikkona hélt ræðu og kvöldinu var svo slúttað með heljarinnar dansleik þar sem Palli sá um tónlistina. „Þetta tókst frábærlega upp þá. Það komu um sjö hundruð manns sem var allt frábært fólk sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir Páll, en bætir við að það sé ekki hægt að hafa slíka veislu í hvert einasta skipti. Sýning Páls verður áfram opin í Hljómahöllinni og áhugasamir geta sótt sér plötur hans inn á palloskar.is.
Tengdar fréttir Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sýningu í Rokksafninu í Hljómahöllinni Reykjanesbæ 30. janúar 2015 08:00 Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. 2. desember 2014 18:25 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sýningu í Rokksafninu í Hljómahöllinni Reykjanesbæ 30. janúar 2015 08:00
Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. 2. desember 2014 18:25