Brot á samkeppnislögum ekki útilokuð Linda Blöndal skrifar 11. janúar 2015 19:30 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að tollkvótakerfið á erlendum búvörum feli í sér brot á samkeppnislögum. Eftirlitið hefur lagt til að kerfinu í núverandi mynd verði breytt. Sex ár eru síðan eftirlitið benti fyrst á alvarlega galla á kerfinu sem hefur ýtt undir okurverð á Evrópusambandskvótunum og hærra verðlag.Rándýr ESB kvóti Eftirspurn fyrirtækja eftir tollkvóta á erlendum búvörum hefur aukist mikið hér á landi. Milli áranna 2014 og 2015 jókst eftirspurnin um allt að 86 prósent og kvótinn snarhækkaði í verði, allt að 30 prósent miðað við nýjar tölur Félags atvinnurekenda. Það veldur verðhækkun fyrir neytendur og er þvert á markmið með tollkvótunum um að auka samkeppni á búvörumarkaði, bjóða neytendum fleiri valkosti og lægra verð. Upphaflega eru þetta tollalausar vörur en með sölu á kvótunum hefur verðið orðið svipað og um almenna tolla sé að ræða.Lokaður markaður Í Fréttablaðinu um helgina segir Magnús Óli Ólafsson forstjóri heildverslunarinnar Innnes að stóru fyrirtækin ráði þessum markaði og hin minni eða meðalstór komist ekki inn á hann, það er að gera tilboð í tollkvóta, því greiða þurfi fyrir kvótann fyrirfram. Magnús gagnrýnir fyrirkomulagið sem hann segir bjóða upp á brask og jafnvel brot á samkeppnislögum.Stóru fyrirtækin fá nærri allt Dæmi eru um að eitt stórt fyrirtæki hafi fengið 90 prósent alls innflutningskvótann og annað stærra hafi fengið helminginn af öllum ostakvótanum erlendis frá, á það er bent í skýrslunni frá 2008. Þar segir meðal annars að niðurstöður útboða hafi oft verið þannig að stórir aðilar, jafnvel í ráðandi stöðu á þeim mörkuðum sem þeir starfa á, hljóti mesta úthlutun. Enn fremur segir: „Fyrirkomulagið býður upp á að aðili með yfirburðastöðu á markaði getur stýrt verðlagi og haldið verði uppi.“Þarf ábendingar Páll Gunnar útilokaði ekki í samtali við Stöð 2 að lög séu broti á þessum markaði: „Í einhverjum tilvikum gæti það verið. Það þyrfti að rannsaka það sérstaklega. Til að slíkar rannsóknir væru markvissar þyrfti að fá skýrar ábendingar um það og skýr gögn um það helst", sagði Páll Gunnar. Samkeppniseftirlitið lagði til í skýrslunni árið 2008 að kvótinn yrði endurgjaldslaus og hlutkesti varpað um úthlutun og ekki heimild til að framsals. Svipað var haft eftir ASÍ í skýrslunni. Páll Gunnar segir ábendingar um alvarlega galla kerfisins löngu komnar fram. „Við bentum á það að tollkvótarnir og fyrirkomulag þeirra gengju gegn markmiðum samkeppnislaga.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að tollkvótakerfið á erlendum búvörum feli í sér brot á samkeppnislögum. Eftirlitið hefur lagt til að kerfinu í núverandi mynd verði breytt. Sex ár eru síðan eftirlitið benti fyrst á alvarlega galla á kerfinu sem hefur ýtt undir okurverð á Evrópusambandskvótunum og hærra verðlag.Rándýr ESB kvóti Eftirspurn fyrirtækja eftir tollkvóta á erlendum búvörum hefur aukist mikið hér á landi. Milli áranna 2014 og 2015 jókst eftirspurnin um allt að 86 prósent og kvótinn snarhækkaði í verði, allt að 30 prósent miðað við nýjar tölur Félags atvinnurekenda. Það veldur verðhækkun fyrir neytendur og er þvert á markmið með tollkvótunum um að auka samkeppni á búvörumarkaði, bjóða neytendum fleiri valkosti og lægra verð. Upphaflega eru þetta tollalausar vörur en með sölu á kvótunum hefur verðið orðið svipað og um almenna tolla sé að ræða.Lokaður markaður Í Fréttablaðinu um helgina segir Magnús Óli Ólafsson forstjóri heildverslunarinnar Innnes að stóru fyrirtækin ráði þessum markaði og hin minni eða meðalstór komist ekki inn á hann, það er að gera tilboð í tollkvóta, því greiða þurfi fyrir kvótann fyrirfram. Magnús gagnrýnir fyrirkomulagið sem hann segir bjóða upp á brask og jafnvel brot á samkeppnislögum.Stóru fyrirtækin fá nærri allt Dæmi eru um að eitt stórt fyrirtæki hafi fengið 90 prósent alls innflutningskvótann og annað stærra hafi fengið helminginn af öllum ostakvótanum erlendis frá, á það er bent í skýrslunni frá 2008. Þar segir meðal annars að niðurstöður útboða hafi oft verið þannig að stórir aðilar, jafnvel í ráðandi stöðu á þeim mörkuðum sem þeir starfa á, hljóti mesta úthlutun. Enn fremur segir: „Fyrirkomulagið býður upp á að aðili með yfirburðastöðu á markaði getur stýrt verðlagi og haldið verði uppi.“Þarf ábendingar Páll Gunnar útilokaði ekki í samtali við Stöð 2 að lög séu broti á þessum markaði: „Í einhverjum tilvikum gæti það verið. Það þyrfti að rannsaka það sérstaklega. Til að slíkar rannsóknir væru markvissar þyrfti að fá skýrar ábendingar um það og skýr gögn um það helst", sagði Páll Gunnar. Samkeppniseftirlitið lagði til í skýrslunni árið 2008 að kvótinn yrði endurgjaldslaus og hlutkesti varpað um úthlutun og ekki heimild til að framsals. Svipað var haft eftir ASÍ í skýrslunni. Páll Gunnar segir ábendingar um alvarlega galla kerfisins löngu komnar fram. „Við bentum á það að tollkvótarnir og fyrirkomulag þeirra gengju gegn markmiðum samkeppnislaga.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira