Innlent

Fær frítt húsnæði í Skagafirði

ingvar erlendsson skrifar
Stefán Vagn Stefánsson. Formaður byggðarráðs Skagafjarðar segir áhyggjuefni að ríkisstofnanir segi upp starfsmönnum á landsbyggðinni.
Stefán Vagn Stefánsson. Formaður byggðarráðs Skagafjarðar segir áhyggjuefni að ríkisstofnanir segi upp starfsmönnum á landsbyggðinni.
Byggðarráð Skagafjarðar furðar sig á beiðni Vinnumálastofnunar um ókeypis húsnæði á Sauðárkróki. Stofnunin sagði upp leigusamningi sínum við sveitarfélagið á síðasta ári.

Í bókun byggðarráðs segir að um sé að ræða fundaraðstöðu þar sem trúnaðarsamtöl geti farið fram nokkrum sinnum í mánuði.

Þá gagnrýnir byggðarráðið að starfsstöð stofnunarinnar í Skagafirði hafi verið lögð niður.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið: „Við erum að þjónusta atvinnuleitendur í Skagafirði hvort sem þeir eru á atvinnuleysisbótum eða vantar fjárhagsaðstoð og lítum á aðstöðuna sem sanngjarnt framlag af hálfu sveitarfélagsins.“

„Þetta er sérstök beiðni, en við samþykktum hana með hagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×