Börn í Reykjavík fengu ekki tannbursta: „Þeir eru að mismuna börnum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 12:00 "Mismununin er á grundvelli þeirra reglna sem forsvarsmennirnir setja, þeir sem stjórna borginni,“ segir Kristín Heimisdóttir. Tannlæknafélag Íslands fékk ekki heimild til að gefa grunnskólabörnum í Reykjavík tannburstagjafir á árlegri tannverndarviku sem lauk síðasta föstudag. Óskað var eftir heimild hjá skóla- og frístundasviði, sem ekki fékkst. Gjafirnar voru veittar öllum tíundu bekkingum utan höfuðborgarsvæðisins. Reglur borgarinnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir, séu á þeim merkingar. Tannlæknafélagið hugðist gefa börnunum tannbursta, tannþráð og tannkrem í fræðsluskyni og vakti það töluverða athygli þegar fregnir bárust af því að ekki hefði fengist leyfi fyrir gjöfunum. Um var að ræða vörur frá fimm framleiðendum, en nær ómögulegt er að fá vörur sem ekki eru merktar framleiðenda. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segist ósátt fyrir hönd reykvískra barna. „Auðvitað er þetta mismunun. En mismununin er á grundvelli þeirra reglna sem forsvarsmennirnir setja, þeir sem stjórna borginni. Þeir eru að mismuna börnum og það er ekkert annað sem við getum gert en að fara eftir reglunum,“ segir Kristín í samtali við Vísi.Sjá einnig: Vill leyfa fyrirtækjum að gefa gjafir með forvarnargildiTannlæknafélagið fékk þó heimild fyrir gjöfunum á síðasta ári. Mbl.is fékk þá þær upplýsingar frá grunnskólaskrifstofu að ákveðið hefði verið að leyfa gjafirnar á þeim forsendum að um væri að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna. Kristín segir það þó vekja athygli að heimildin var veitt í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, en aðspurð segist hún ekki vilja svara til um hvort hún teli það hafa haft áhrif á ákvörðun borgarinnar. Hún beinir þeirri spurningu til viðeigandi aðila. Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á ári hverju og var hún nú dagana 2. – 7. febrúar. Vikan var helguð umfjöllum og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu. Kjörorð tannverndarviku var „Sjaldan sætindi og í litlu magni“. Af þessu tilefni fengu allir tíundu bekkingar landsins heimsókn frá tannlæknum úr Tannlæknafélagi Íslands og tannlæknanemum í Háskóla Íslands. Ekki náðist í formann skóla- og frístundasviðs við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Tannlæknafélag Íslands fékk ekki heimild til að gefa grunnskólabörnum í Reykjavík tannburstagjafir á árlegri tannverndarviku sem lauk síðasta föstudag. Óskað var eftir heimild hjá skóla- og frístundasviði, sem ekki fékkst. Gjafirnar voru veittar öllum tíundu bekkingum utan höfuðborgarsvæðisins. Reglur borgarinnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir, séu á þeim merkingar. Tannlæknafélagið hugðist gefa börnunum tannbursta, tannþráð og tannkrem í fræðsluskyni og vakti það töluverða athygli þegar fregnir bárust af því að ekki hefði fengist leyfi fyrir gjöfunum. Um var að ræða vörur frá fimm framleiðendum, en nær ómögulegt er að fá vörur sem ekki eru merktar framleiðenda. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segist ósátt fyrir hönd reykvískra barna. „Auðvitað er þetta mismunun. En mismununin er á grundvelli þeirra reglna sem forsvarsmennirnir setja, þeir sem stjórna borginni. Þeir eru að mismuna börnum og það er ekkert annað sem við getum gert en að fara eftir reglunum,“ segir Kristín í samtali við Vísi.Sjá einnig: Vill leyfa fyrirtækjum að gefa gjafir með forvarnargildiTannlæknafélagið fékk þó heimild fyrir gjöfunum á síðasta ári. Mbl.is fékk þá þær upplýsingar frá grunnskólaskrifstofu að ákveðið hefði verið að leyfa gjafirnar á þeim forsendum að um væri að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna. Kristín segir það þó vekja athygli að heimildin var veitt í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, en aðspurð segist hún ekki vilja svara til um hvort hún teli það hafa haft áhrif á ákvörðun borgarinnar. Hún beinir þeirri spurningu til viðeigandi aðila. Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á ári hverju og var hún nú dagana 2. – 7. febrúar. Vikan var helguð umfjöllum og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu. Kjörorð tannverndarviku var „Sjaldan sætindi og í litlu magni“. Af þessu tilefni fengu allir tíundu bekkingar landsins heimsókn frá tannlæknum úr Tannlæknafélagi Íslands og tannlæknanemum í Háskóla Íslands. Ekki náðist í formann skóla- og frístundasviðs við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15
Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01