Afstaða tekin til verkfallsaðgerða um mánaðamótin Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2015 12:15 Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki setja þjóðfélagið á annan endann þótt þeir lægst launuðu fái ríflega krónutöluhækkun á laun. vísir/anton brink Formaður starfsgreinasambandsins segir það skýrast um mánaðarmótin hvort grundvöllur er til viðræðna við Samtök atvinnulífsins eða boðað verði til atkvæðagreiðslu í aðildarfélögum sambandsins um aðgerðir. Starfsgreinasambandið sé með ábyrgar kröfur sem ekki muni setja þjóðfélagið á annan endan. Samtök atvinnulífsins draga upp dökka mynd af afleiðingum þess ef allir á almennum launamarkaði fengju sömu launahækkanir og samið var um árið 2011, hvað þá ef allir fengju á næstu þremur árum 30 prósenta launahækkun eins og læknar fengu í sínum samningum. Í greinargerð sem Samtök atvinnulífsins birtu á vef sínum í gær segir að ef almenn laun hækki um 30 prósent á næstu þremur árum muni verðbólga fara upp í allt að 19 prósent með tilheyrandi hækkunum verðtryggðra lána, vextir muni hækka og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 500 milljarða króna. Starfsgreinasambandið eru einu verkalýðssamtökin sem hafa formlega lagt fram sínar kröfur í komandi kjarasamningum en þar er gert ráð fyrir krónutöluhækkunum upp á tugi þúsunda þannig að lágmarkslaun verði í kring um 300 þúsund krónur á mánuði.Eruð þið að fara fram með óábyrgar kröfur? „Nei, við erum ekki að fara fram með óábyrgar kröfur. Vegna þess að við teljum að þeir sem minnst hafa þurfi að fá ríflegar launahækkanir og við teljum að það drepi ekki niður íslenskt þjóðfélag þótt að það sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Krafa sambandsins um krónutöluhækkun launa sé leið sem tryggi að þeir sem lægst hafi launin fái mestu kjarabæturnar og hlutfallslega meira en þeir hæstlaunuðu. Samtök atvinnulífsins tali hins vegar alltaf um prósentur. „Ef menn tala í prósentum eins og þeir er 200 þúsund króna maðurinn að fá í 30 prósenta launahækkun 60 þúsund krónur, ámeðan kannski milljón króna maðurinn er að fá 300 þúsund. Þannig að ef allir fengju ákveðna krónutölu, held ég að það sé eitthvað sem myndi jafna þennan reikning sem þeir eru alltaf að sýna,“ segir Björn. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fer fram hjá Ríkissáttasemjara á föstudag, en samtökin hafa sagt kröfur Starfsgreinasambandsins algerlega óaðgengilegar. „En í framhaldinu, ef ekkert gengur, þurfum við náttúrlega að beita einhverju til að ná því sem við viljum ná,“ segir Björn. En framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur sagt að til verkfallsaðgerða gæti komið öðru hvoru meginn við páska að undangenginni atkvæðagreiðslu.Þannig að það gæti jafnvel orðið atkvæðagreiðsla um aðgerðir fyrir páska ef menn eru ekkert að nálgast? „Já alveg örugglega. Ég hef trú á því að fljótlega upp úr mánaðmótum hljóti staðan að skýrast, hvort það sé einhver vilji til samninga eða ekki. Samningar eru lausir núna um mánaðamótin þannig að það hlýtur að koma mjög fljótt í ljós hvort það er einhver vilji.“Klukkan tifar í þessu máli? „Já hún gerir það,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir það skýrast um mánaðarmótin hvort grundvöllur er til viðræðna við Samtök atvinnulífsins eða boðað verði til atkvæðagreiðslu í aðildarfélögum sambandsins um aðgerðir. Starfsgreinasambandið sé með ábyrgar kröfur sem ekki muni setja þjóðfélagið á annan endan. Samtök atvinnulífsins draga upp dökka mynd af afleiðingum þess ef allir á almennum launamarkaði fengju sömu launahækkanir og samið var um árið 2011, hvað þá ef allir fengju á næstu þremur árum 30 prósenta launahækkun eins og læknar fengu í sínum samningum. Í greinargerð sem Samtök atvinnulífsins birtu á vef sínum í gær segir að ef almenn laun hækki um 30 prósent á næstu þremur árum muni verðbólga fara upp í allt að 19 prósent með tilheyrandi hækkunum verðtryggðra lána, vextir muni hækka og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 500 milljarða króna. Starfsgreinasambandið eru einu verkalýðssamtökin sem hafa formlega lagt fram sínar kröfur í komandi kjarasamningum en þar er gert ráð fyrir krónutöluhækkunum upp á tugi þúsunda þannig að lágmarkslaun verði í kring um 300 þúsund krónur á mánuði.Eruð þið að fara fram með óábyrgar kröfur? „Nei, við erum ekki að fara fram með óábyrgar kröfur. Vegna þess að við teljum að þeir sem minnst hafa þurfi að fá ríflegar launahækkanir og við teljum að það drepi ekki niður íslenskt þjóðfélag þótt að það sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Krafa sambandsins um krónutöluhækkun launa sé leið sem tryggi að þeir sem lægst hafi launin fái mestu kjarabæturnar og hlutfallslega meira en þeir hæstlaunuðu. Samtök atvinnulífsins tali hins vegar alltaf um prósentur. „Ef menn tala í prósentum eins og þeir er 200 þúsund króna maðurinn að fá í 30 prósenta launahækkun 60 þúsund krónur, ámeðan kannski milljón króna maðurinn er að fá 300 þúsund. Þannig að ef allir fengju ákveðna krónutölu, held ég að það sé eitthvað sem myndi jafna þennan reikning sem þeir eru alltaf að sýna,“ segir Björn. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fer fram hjá Ríkissáttasemjara á föstudag, en samtökin hafa sagt kröfur Starfsgreinasambandsins algerlega óaðgengilegar. „En í framhaldinu, ef ekkert gengur, þurfum við náttúrlega að beita einhverju til að ná því sem við viljum ná,“ segir Björn. En framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur sagt að til verkfallsaðgerða gæti komið öðru hvoru meginn við páska að undangenginni atkvæðagreiðslu.Þannig að það gæti jafnvel orðið atkvæðagreiðsla um aðgerðir fyrir páska ef menn eru ekkert að nálgast? „Já alveg örugglega. Ég hef trú á því að fljótlega upp úr mánaðmótum hljóti staðan að skýrast, hvort það sé einhver vilji til samninga eða ekki. Samningar eru lausir núna um mánaðamótin þannig að það hlýtur að koma mjög fljótt í ljós hvort það er einhver vilji.“Klukkan tifar í þessu máli? „Já hún gerir það,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira