Starfsumhverfi sprotafyrirtækja standist alþjóðlegan samanburð Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2015 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vill að starfsumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi standist alþjóðlegan samanburð. Fréttablaðið/GVA Í nýrri aðgerðaáætlun í þágu sprotafyrirtækja, undir heitinu Frumkvæði og framfarir, er lagt til að innleiða skattalega hvata vegna ráðningar erlendra sérfræðinga, mögulega með skattaafslætti af tekjuskatti. Þetta kom fram í kynningu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á fimmtudag. Áætlunin miðar að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð. Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tíðkast skattalegir hvatar vegna ráðningar erlendra sérfræðinga annars staðar á Norðurlöndunum. Því væri auðvelt að vinna samanburð á leiðum sem farnar hafa verið til að laða sérhæft starfsfólk til íslenskra fyrirtækja. Útfærsla liggur ekki fyrir en algengt er að um tímabundinn afslátt af tekjuskatti sé að ræða. Þá verður skattlagning kaupréttar og umbreytanlegra skuldabréfa endurskoðuð. Breytingum á skattaumhverfi á að vera lokið ekki síðar en á vorþingi 2017. Kannaðir verða kostir þess að bjóða upp á að hefja rekstur frumkvöðlafyrirtækja með stofnun frumkvöðlafélaga eins og þekkist meðal annars í Danmörku. Um væri að ræða félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna á skuldbindingum þess, þar sem ekki þyrfti að leggja til stofnfé í upphafi og ekki þyrfti að greiða skráningargjald. Þetta myndi ekki hafa áhrif á eignarrétt á viðkomandi félagi. Óheimilt yrði að greiða félagsmönnum arð úr félaginu þar til því hefði verið lagt til stofnfé. Félagið yrði þó hægt að skrá á virðisauka- og launagreiðendaskrá. Með einföldum hætti yrði hægt að breyta slíku félagi í einkahlutafélag. Tillögum um málið verður skilað fyrir 1. júní næstkomandi. Unnið hefur verið að frumvarpi til að einfalda skil ársreikninga svo draga megi úr umsýslukostnaði lítilla og meðalstórra félaga og bæta viðskiptaumhverfi þeirra. Lagt verður til að svokölluðum örfélögum, félögum með takmarkaða ábyrgð sem við uppgjörsdag fara ekki fram úr að minnsta kosti tveimur af eftirfarandi þremur viðmiðum; þrjú ársverk, 20 milljónir í eignir og 40 milljónir í hreina veltu, verði gert kleift að nýta skattframtal til ársreikningaskila. Í reynd liggur hluti þeirra upplýsinga sem nú er farið fram á að birtist í ársreikningi lítilla félaga þegar fyrir á skattframtali viðkomandi félags og er því einfalt að sækja þær þangað. Kjósi forsvarsmenn fyrirtækis að nýta sér þennan möguleika þurfa þeir einungis að haka við einn reit á skattframtalinu og kerfið sér um að útbúa sjálfvirkt ársreikning. Áætlað er að þetta verði komið til framkvæmda vegna reikningsársins 2017. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Í nýrri aðgerðaáætlun í þágu sprotafyrirtækja, undir heitinu Frumkvæði og framfarir, er lagt til að innleiða skattalega hvata vegna ráðningar erlendra sérfræðinga, mögulega með skattaafslætti af tekjuskatti. Þetta kom fram í kynningu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á fimmtudag. Áætlunin miðar að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð. Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tíðkast skattalegir hvatar vegna ráðningar erlendra sérfræðinga annars staðar á Norðurlöndunum. Því væri auðvelt að vinna samanburð á leiðum sem farnar hafa verið til að laða sérhæft starfsfólk til íslenskra fyrirtækja. Útfærsla liggur ekki fyrir en algengt er að um tímabundinn afslátt af tekjuskatti sé að ræða. Þá verður skattlagning kaupréttar og umbreytanlegra skuldabréfa endurskoðuð. Breytingum á skattaumhverfi á að vera lokið ekki síðar en á vorþingi 2017. Kannaðir verða kostir þess að bjóða upp á að hefja rekstur frumkvöðlafyrirtækja með stofnun frumkvöðlafélaga eins og þekkist meðal annars í Danmörku. Um væri að ræða félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna á skuldbindingum þess, þar sem ekki þyrfti að leggja til stofnfé í upphafi og ekki þyrfti að greiða skráningargjald. Þetta myndi ekki hafa áhrif á eignarrétt á viðkomandi félagi. Óheimilt yrði að greiða félagsmönnum arð úr félaginu þar til því hefði verið lagt til stofnfé. Félagið yrði þó hægt að skrá á virðisauka- og launagreiðendaskrá. Með einföldum hætti yrði hægt að breyta slíku félagi í einkahlutafélag. Tillögum um málið verður skilað fyrir 1. júní næstkomandi. Unnið hefur verið að frumvarpi til að einfalda skil ársreikninga svo draga megi úr umsýslukostnaði lítilla og meðalstórra félaga og bæta viðskiptaumhverfi þeirra. Lagt verður til að svokölluðum örfélögum, félögum með takmarkaða ábyrgð sem við uppgjörsdag fara ekki fram úr að minnsta kosti tveimur af eftirfarandi þremur viðmiðum; þrjú ársverk, 20 milljónir í eignir og 40 milljónir í hreina veltu, verði gert kleift að nýta skattframtal til ársreikningaskila. Í reynd liggur hluti þeirra upplýsinga sem nú er farið fram á að birtist í ársreikningi lítilla félaga þegar fyrir á skattframtali viðkomandi félags og er því einfalt að sækja þær þangað. Kjósi forsvarsmenn fyrirtækis að nýta sér þennan möguleika þurfa þeir einungis að haka við einn reit á skattframtalinu og kerfið sér um að útbúa sjálfvirkt ársreikning. Áætlað er að þetta verði komið til framkvæmda vegna reikningsársins 2017.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“