Illugi segir fjármagn til RÚV óbreytt þrátt fyrir lækkun útvarpsgjalds Bjarki Ármannsson skrifar 21. desember 2015 18:02 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir Ríkisútvarpið á næsta ári koma til með að hafa að lágmarki jafn mikið fjármagn milli handanna og nú í ár, þrátt fyrir að frumvarp ráðherrans um óbreytt útvarpsgjald hafi ekki náð í gegn við afgreiðslu fjárlaga. Hann segir niðurstöðuna í málinu mjög viðunandi.Líkt og Vísir hefur greint frá, hefur Illugi legið undir ámæli fyrir að hafa ekki komið því í gegn að útvarpsgjaldið yrði óbreytt en samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður það lækkað úr 17.800 krónum í 16.400. Á móti koma þó aukin framlög til Ríkisútvarpsins á fjárlögum. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Illugi það mikla einföldun að hann hafi „tapað“ í málinu. „Það er rétt að ég hafði lagt það til fyrir mörgum mánuðum síðan að við myndum ekki setja Ríkisútvarpið í þá stöðu að lækka útvarpsgjaldið,“ segir Illugi. „Það var vegna þess að ég taldi að það væru ennþá það mikil vandamál í rekstrinum að menn gætu ekki lokað augunum fyrir þeim. Niðurstaðan í málinu verður sú að, jú, útvarpsgjaldið verður tekið niður en á móti kemur að framlagið verður hækkað um 175 milljónir. Líklega munu koma inn að lágmarki 60 milljónir því til viðbótar á næsta ári, bara vegna þess að það verða fleiri gjaldendur.“ Illugi nefnir einnig að Ríkisútvarpið kom nýlega í verð byggingarrétti sínum á lóð við Efstaleiti 1 og var hann seldur fyrir um einn og hálfan milljarð króna. Lóðin hafi verið í eigu Ríkissjóðs en ákveðið hafi verið að láta féð renna til Ríkisútvarpsins til að greiða niður skuldir félagsins. „Að lágmarki verður fjármagnið sem Ríkisútvarpið hefur á næsta ári það sama og það hafði á þessu ári. Meira að segja að teknu tilliti til verðbólgu. Þannig að þegar menn eru í einhverjum samkvæmisleikjum um það hvort einstakir ráðherrar hafi tapað eða unnið málið ... ja, ef menn vilja halda slíkt bókhald þá er það rétt að ég náði ekki fram frumvarpinu en ég náði þessu fram í staðinn og ég held að það sé mjög viðunandi niðurstaða.“Viðtal Reykjavík síðdegis við Illuga um málefni RÚV má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Menntamálaráðherra dregur RÚV frumvarpið til baka Breytingartillaga verður lögð fram við fjárlagafrumvarpið sem tryggja á RÚV sömu tekjur af útvarpsgjaldinu og stofnunin hafði á þessu ári. 18. desember 2015 18:30 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra situr pikkfast í ríkisstjórninni. 15. desember 2015 12:49 Minnihlutinn vill útvarpsgjaldið í 17.800 krónur Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016. 15. desember 2015 16:53 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir Ríkisútvarpið á næsta ári koma til með að hafa að lágmarki jafn mikið fjármagn milli handanna og nú í ár, þrátt fyrir að frumvarp ráðherrans um óbreytt útvarpsgjald hafi ekki náð í gegn við afgreiðslu fjárlaga. Hann segir niðurstöðuna í málinu mjög viðunandi.Líkt og Vísir hefur greint frá, hefur Illugi legið undir ámæli fyrir að hafa ekki komið því í gegn að útvarpsgjaldið yrði óbreytt en samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður það lækkað úr 17.800 krónum í 16.400. Á móti koma þó aukin framlög til Ríkisútvarpsins á fjárlögum. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Illugi það mikla einföldun að hann hafi „tapað“ í málinu. „Það er rétt að ég hafði lagt það til fyrir mörgum mánuðum síðan að við myndum ekki setja Ríkisútvarpið í þá stöðu að lækka útvarpsgjaldið,“ segir Illugi. „Það var vegna þess að ég taldi að það væru ennþá það mikil vandamál í rekstrinum að menn gætu ekki lokað augunum fyrir þeim. Niðurstaðan í málinu verður sú að, jú, útvarpsgjaldið verður tekið niður en á móti kemur að framlagið verður hækkað um 175 milljónir. Líklega munu koma inn að lágmarki 60 milljónir því til viðbótar á næsta ári, bara vegna þess að það verða fleiri gjaldendur.“ Illugi nefnir einnig að Ríkisútvarpið kom nýlega í verð byggingarrétti sínum á lóð við Efstaleiti 1 og var hann seldur fyrir um einn og hálfan milljarð króna. Lóðin hafi verið í eigu Ríkissjóðs en ákveðið hafi verið að láta féð renna til Ríkisútvarpsins til að greiða niður skuldir félagsins. „Að lágmarki verður fjármagnið sem Ríkisútvarpið hefur á næsta ári það sama og það hafði á þessu ári. Meira að segja að teknu tilliti til verðbólgu. Þannig að þegar menn eru í einhverjum samkvæmisleikjum um það hvort einstakir ráðherrar hafi tapað eða unnið málið ... ja, ef menn vilja halda slíkt bókhald þá er það rétt að ég náði ekki fram frumvarpinu en ég náði þessu fram í staðinn og ég held að það sé mjög viðunandi niðurstaða.“Viðtal Reykjavík síðdegis við Illuga um málefni RÚV má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Menntamálaráðherra dregur RÚV frumvarpið til baka Breytingartillaga verður lögð fram við fjárlagafrumvarpið sem tryggja á RÚV sömu tekjur af útvarpsgjaldinu og stofnunin hafði á þessu ári. 18. desember 2015 18:30 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra situr pikkfast í ríkisstjórninni. 15. desember 2015 12:49 Minnihlutinn vill útvarpsgjaldið í 17.800 krónur Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016. 15. desember 2015 16:53 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Menntamálaráðherra dregur RÚV frumvarpið til baka Breytingartillaga verður lögð fram við fjárlagafrumvarpið sem tryggja á RÚV sömu tekjur af útvarpsgjaldinu og stofnunin hafði á þessu ári. 18. desember 2015 18:30
Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01
Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra situr pikkfast í ríkisstjórninni. 15. desember 2015 12:49
Minnihlutinn vill útvarpsgjaldið í 17.800 krónur Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016. 15. desember 2015 16:53