Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 09:45 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. Golden State Warriors liðið hefur fyrst liða í NBA-sögunni unnið fyrstu sextán leiki sína og Curry hefur sýnt að það var engin tilviljun að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Stephen Curry hefur skorað 32,1 stig að meðaltali í leik í fyrstu 16 leikjum Golden State Warriors en hann er með 4,9 þrista að meðaltali og hefur auk stiganna gefið 5,9 stoðsendingar, tekið 5,1 fráköst og stolið 2,6 boltum að meðatali. Málið er að það gengur ekki aðeins vel hjá honum og hans liði í NBA-deildinni heldur er uppáhalds NFL-liðið hans líka að gera frábæra hluti. Stephen Curry ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem að faðir hans Dell Curry lék í tíu ár með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. Curry hefur haldið tryggði við NFL-liðið í Charlotte sem er Carolina Panthers. Panthers-liðið hefur eins og lið Golden State verið óstöðvandi í upphafi tímabilsins og vann liðið sinn ellefta sigur í röð í gær. Stephen Curry var að sjálfsögðu að horfa enda er ekkert spilað í NBA-deildinni á Þakkargjörðarhátíðinni. Curry setti skemmtilegt myndband með sér inn á instagram-síðu sína þegar hann fagnaði því að Luke Kuechly, gríðarlega sterkur leikmaður og leiðtogi Carolina Panthers varnarinnar, stal boltanum og fór upp og skoraði. Carolina Panthers vann Dallas Cowboys á endanum örugglega 33-14 á heimavelli Dallas Cowboys og er annað af tveimur ósigruðum liðum á tímabilinu. Myndbandið með fögnuði Stephen Curry má sjá hér fyrir neðan. 1,2,3,4,5,PICK 6! A video posted by Wardell Curry (@stephencurry30) on Nov 26, 2015 at 2:42pm PST NBA NFL Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. Golden State Warriors liðið hefur fyrst liða í NBA-sögunni unnið fyrstu sextán leiki sína og Curry hefur sýnt að það var engin tilviljun að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Stephen Curry hefur skorað 32,1 stig að meðaltali í leik í fyrstu 16 leikjum Golden State Warriors en hann er með 4,9 þrista að meðaltali og hefur auk stiganna gefið 5,9 stoðsendingar, tekið 5,1 fráköst og stolið 2,6 boltum að meðatali. Málið er að það gengur ekki aðeins vel hjá honum og hans liði í NBA-deildinni heldur er uppáhalds NFL-liðið hans líka að gera frábæra hluti. Stephen Curry ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem að faðir hans Dell Curry lék í tíu ár með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. Curry hefur haldið tryggði við NFL-liðið í Charlotte sem er Carolina Panthers. Panthers-liðið hefur eins og lið Golden State verið óstöðvandi í upphafi tímabilsins og vann liðið sinn ellefta sigur í röð í gær. Stephen Curry var að sjálfsögðu að horfa enda er ekkert spilað í NBA-deildinni á Þakkargjörðarhátíðinni. Curry setti skemmtilegt myndband með sér inn á instagram-síðu sína þegar hann fagnaði því að Luke Kuechly, gríðarlega sterkur leikmaður og leiðtogi Carolina Panthers varnarinnar, stal boltanum og fór upp og skoraði. Carolina Panthers vann Dallas Cowboys á endanum örugglega 33-14 á heimavelli Dallas Cowboys og er annað af tveimur ósigruðum liðum á tímabilinu. Myndbandið með fögnuði Stephen Curry má sjá hér fyrir neðan. 1,2,3,4,5,PICK 6! A video posted by Wardell Curry (@stephencurry30) on Nov 26, 2015 at 2:42pm PST
NBA NFL Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti