Ofbeldi gegn öldruðum alvarlegt vandamál Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. nóvember 2015 19:42 Ofbeldi gegn öldruðum er alvarlegt vandamál að mati félagsráðgjafa sem segir starfsfólk sem vinnur með þessum hópi reglulega sjá slík mál. Dæmi eru um að fólk hafi fengið áverka sem leitt hafi það til dauða. Fjallað var um ofbeldi gagnvart öldruðum á ráðstefnu á Grand hótel Reykjavík í dag. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi sem starfar hjá Reykjavíkurborg. „Vandamálið er mjög alvarlegt. Það eru náttúrulega mjög margir starfsmenn í bæði heimahjúkrun og heimaþjónustu og einmitt ráðgjafar líka í öldrunarþjónustunni hjá okkur sem að verða varir við ofbeldi gegn öldruðum,“ segir Sigrún. Pétur Magnússon, sem stýrir dvalarheimilum fyrir aldraða, segir að þar komi stundum upp mál þar sem aldraðir eru beittir ofbeldi. Það geti verið starfsmenn, ættingjar viðkomandi og jafnvel aðrir íbúar á heimilunum. „Oft eru þetta mjög erfið mál því að kannski sjá aldraði sem við erum að tala um, til dæmis þar sem ég er að vinna í öldrunarþjónustunni, þar er kannski fólk farið að skerðast vegna kannski sjúkdóma eða eitthvað þess háttar og á erfitt með að greina frá og jafnvel átta sig á vandanum sjálft,“ segir Pétur.20 til 40 prósent starfsmanna orðið varir við eða grunað ofbeldi Erlendar rannsóknir sýna að tvö til tíu prósent aldraðra eru þolendur ofbeldis. Það getur verið andlegt og líkamlegt og í sumum tilfellum snýst það um að ná peningum út úr þeim aldraða. Sigrún gerði rannsókn á meðal starfsmanna heimahjúkrunar og heimaþjónustu í Reykjavík árið 2007. Hún sýnir að 20 til 40 prósent þeirra hafa orðið varir við eða haft grun um ofbeldi gegn öldruðum. Hún segir dæmi um mjög alvarlega áverka eftir líkamlegt ofbeldi. „Það hafa orðið það alvarlegir áverkar að það leiði til dauða. Við vitum það að eldra fólk er brothættara heldur en yngra fólk. Við vitum það að svona ýmsir kvillar sem verða til þess að þeir eiga erfiðara með jafnvel að bera hendur fyrir sig og eitthvað slíkt. Þannig að svona líkamlegir áverkar eru lengur að gróa, “ segir Sigrún. „Þannig að afleiðingarnar af ekkert stóru atviki geta orðið mjög alvarlegar,“ segir Sigrún Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Ofbeldi gegn öldruðum er alvarlegt vandamál að mati félagsráðgjafa sem segir starfsfólk sem vinnur með þessum hópi reglulega sjá slík mál. Dæmi eru um að fólk hafi fengið áverka sem leitt hafi það til dauða. Fjallað var um ofbeldi gagnvart öldruðum á ráðstefnu á Grand hótel Reykjavík í dag. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi sem starfar hjá Reykjavíkurborg. „Vandamálið er mjög alvarlegt. Það eru náttúrulega mjög margir starfsmenn í bæði heimahjúkrun og heimaþjónustu og einmitt ráðgjafar líka í öldrunarþjónustunni hjá okkur sem að verða varir við ofbeldi gegn öldruðum,“ segir Sigrún. Pétur Magnússon, sem stýrir dvalarheimilum fyrir aldraða, segir að þar komi stundum upp mál þar sem aldraðir eru beittir ofbeldi. Það geti verið starfsmenn, ættingjar viðkomandi og jafnvel aðrir íbúar á heimilunum. „Oft eru þetta mjög erfið mál því að kannski sjá aldraði sem við erum að tala um, til dæmis þar sem ég er að vinna í öldrunarþjónustunni, þar er kannski fólk farið að skerðast vegna kannski sjúkdóma eða eitthvað þess háttar og á erfitt með að greina frá og jafnvel átta sig á vandanum sjálft,“ segir Pétur.20 til 40 prósent starfsmanna orðið varir við eða grunað ofbeldi Erlendar rannsóknir sýna að tvö til tíu prósent aldraðra eru þolendur ofbeldis. Það getur verið andlegt og líkamlegt og í sumum tilfellum snýst það um að ná peningum út úr þeim aldraða. Sigrún gerði rannsókn á meðal starfsmanna heimahjúkrunar og heimaþjónustu í Reykjavík árið 2007. Hún sýnir að 20 til 40 prósent þeirra hafa orðið varir við eða haft grun um ofbeldi gegn öldruðum. Hún segir dæmi um mjög alvarlega áverka eftir líkamlegt ofbeldi. „Það hafa orðið það alvarlegir áverkar að það leiði til dauða. Við vitum það að eldra fólk er brothættara heldur en yngra fólk. Við vitum það að svona ýmsir kvillar sem verða til þess að þeir eiga erfiðara með jafnvel að bera hendur fyrir sig og eitthvað slíkt. Þannig að svona líkamlegir áverkar eru lengur að gróa, “ segir Sigrún. „Þannig að afleiðingarnar af ekkert stóru atviki geta orðið mjög alvarlegar,“ segir Sigrún
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira