Sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum, Guillem Balague, segir að Rafa Benitez eigi enga framtíð fyrir sér hjá Real Madrid.
Í nýjasta pistli sínum skrifar Balague um stöðu Benitez hjá félaginu. Forseti Real, Florentino Perez, stóð með Benitez en síðustu vikur hefur hann skipt um lag.
Balague segir að Perez hafi haft samband við umboðsmann Jose Mourinho varðandi þann möguleika að Mourinho komi aftur til félagsins.
Svo hefur Perez gert skoðanakönnun hjá ársmiðahöfum félagsins um hver sé rétti maðurinn til þess að taka við af Rafa. Staða Benitez er sögð svo veik að aðeins sé tímaspursmál hvenær hann verði látinn fara.
Ekki eru allir leikmenn Real Madrid vinir Mourinho eftir tíma hans þar en leikmenn eru sagðir vera jákvæðir fyrir því að Zinedine Zidane taki við liðinu.
Zidane yrði vinsæll arftaki Benitez hjá leikmönnum Real
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn

Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn
