Taylor Swift bölvunin í bandaríska hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 23:30 Vísir/EPA Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí. Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira
Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira