„Hvað getum við framsóknarmenn gert þó við vöknum fyrr en aðrir?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:25 Páll Jóhann Pálsson vísir/pjetur Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“ Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“
Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17
Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23