Gæsluvarðhald staðfest yfir grunuðum fjársvikara Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2015 16:59 Dómurinn telur að ætla megi að maðurinn haldi brotastarfsemi áfram, gangi hann laus. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa svikið út flugfarmiða hingað til lands með því að nota greiðslukort annars manns til að greiða fyrir miðann. Við leit í farangri hans fundust greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðar áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Maðurinn hafði áður sætt gæsluvarðhalds vegna málsins og annars máls þar sem hann er grunaður um áþekk brot auk auðgunarbrota. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að samkvæmt gögnum málsins hafi á tímabilinu 26-29. október 2015 verið gerðar fimm mismunandi bókanir í flug með ónefndu flugfélagi hingað til lands á nafni móður kærða. Við greiðslu á bókununum hafi verið gerðar samtals 28 tilraunir til að greiða miðana með nítján mismunandi greiðslukortum. Þegar það gekk ekki og fór því maðurinn á söluskrifstofu flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli og greiddi þar með reiðufé fyrir miða í nafni móður hans, sem hafði komið til landsins eftir að hann hafði verið úrskurðaður í farbann. Hann var í kjölfarið handtekinn vegna gruns lögreglu um aðild að tilraununum til að greiða fyrir miðana með öllum þessum greiðslukortum. Við leit í herbergi mannsins á ónefndu gistiheimili, þar sem hann dvaldist ásamt móður sinni í farbanninu, fundust svo fjölmörg handskrifuð kreditkortanúmer og magn af dýrum útivistarfatnaði, sem samkvæmt greinargerð lögreglu, voru augsýnilega úr íslenskum verslunum. Andvirði fatnaðarins nam einni milljón króna. Lögreglustjóri segir í greinargerðinni að skýringar sem maðurinn hafi gefið í skýrslutökum hafi verið ó trúverðugar og fjarstæðukenndar. Hann hafi neitað aðild að bókunum farmiða á nafni móður sinnar en viðurkennt að hafa reynt að kaupa miða á söluskrifstofu flugfélagsins. „Ákærði hafi hins vegar iðulega neitað að svara spurningum lögreglu varðandi þá muni sem fundist hafi í vistarverum hans samkvæmt áðursögðu. Í þeim tilvikum sem ákærði hafi svarað hafi hann gefið fjarstæðukenndar skýringar að mati lögreglu. Tekur lögreglustjóri fram að móðir ákærða hafi alfarið neitað að hafa vitneskju um málið,“ er haft eftir lögreglunni í úrskurðinum. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ætla megi að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa svikið út flugfarmiða hingað til lands með því að nota greiðslukort annars manns til að greiða fyrir miðann. Við leit í farangri hans fundust greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðar áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Maðurinn hafði áður sætt gæsluvarðhalds vegna málsins og annars máls þar sem hann er grunaður um áþekk brot auk auðgunarbrota. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að samkvæmt gögnum málsins hafi á tímabilinu 26-29. október 2015 verið gerðar fimm mismunandi bókanir í flug með ónefndu flugfélagi hingað til lands á nafni móður kærða. Við greiðslu á bókununum hafi verið gerðar samtals 28 tilraunir til að greiða miðana með nítján mismunandi greiðslukortum. Þegar það gekk ekki og fór því maðurinn á söluskrifstofu flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli og greiddi þar með reiðufé fyrir miða í nafni móður hans, sem hafði komið til landsins eftir að hann hafði verið úrskurðaður í farbann. Hann var í kjölfarið handtekinn vegna gruns lögreglu um aðild að tilraununum til að greiða fyrir miðana með öllum þessum greiðslukortum. Við leit í herbergi mannsins á ónefndu gistiheimili, þar sem hann dvaldist ásamt móður sinni í farbanninu, fundust svo fjölmörg handskrifuð kreditkortanúmer og magn af dýrum útivistarfatnaði, sem samkvæmt greinargerð lögreglu, voru augsýnilega úr íslenskum verslunum. Andvirði fatnaðarins nam einni milljón króna. Lögreglustjóri segir í greinargerðinni að skýringar sem maðurinn hafi gefið í skýrslutökum hafi verið ó trúverðugar og fjarstæðukenndar. Hann hafi neitað aðild að bókunum farmiða á nafni móður sinnar en viðurkennt að hafa reynt að kaupa miða á söluskrifstofu flugfélagsins. „Ákærði hafi hins vegar iðulega neitað að svara spurningum lögreglu varðandi þá muni sem fundist hafi í vistarverum hans samkvæmt áðursögðu. Í þeim tilvikum sem ákærði hafi svarað hafi hann gefið fjarstæðukenndar skýringar að mati lögreglu. Tekur lögreglustjóri fram að móðir ákærða hafi alfarið neitað að hafa vitneskju um málið,“ er haft eftir lögreglunni í úrskurðinum. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ætla megi að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira