Þreifuðu fyrir sér hjá slökkviliðinu Una Sighvatsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 20:00 Það var mikill spenningur í loftinu á slökkvistöð Hafnarfjarðar í dag. Slökkviliðið höfuðborgarsvæðinu fer á hverju ári með eldvarnarfræðslu inn í grunnskóla, en í dag var í fyrsta sinn boðið upp á sérstakan fræðsludag fyrir blind og sjónskert börn. „Þetta er hópur sem hefur ekki fengið þessa fræðslu og kannski orðið svolítið eftir. Þess vegna ákváðum við að bjóða þeim að koma hér í dag til þess að fá þessa eldvarnafræðslu og fá aðeins að prófa og þreifa á hlutunum líka, gera aðeins meira en aðrir fá," segir Hörður Halldórsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Hörður á veg og vanda að skipulagningu dagsins í samvinnu við starfsmenn Þjónust- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Börnin sem heimsóttu slökkviliðið í dag eiga það öll sameiginlegt að vera með innan við 30% sjón og eru því ýmist verulega sjónskert eða alblind.Búa til litla slökkviliðskarla- og konur Fréttastofa ræddi við Bjarka Ísaksson, sem er átta ára gamall með sjónskerðingu. Hann var nokkuð uppnuminn enda lærði hann heilmikið á slökkvistöðinni í dag. „Ég er búinn að læra að renna mér niður súlu pínu og ég er búinn að læra að það er tölva þarna inni [í slökkvibílnum] og ég er búinn að læra að þekkja að þetta er sjúkrabíll," sagði Bjarki og benti fréttamanni á búnaðinn sem hann vísaði til. Eftir fræðsluna fengu krakkarnir að skoða sig um á slökkvistöðinni, máta búning slökkviliðsmanna, þreifa á og sprauta úr brunaslöngunni og láta lyfta sér upp í körfubílnum. Í lok heimsóknarinnar fengu svo öll börnin reykskynjara og vasaljós í gjöf frá slökkviliðinu. Að sögn Harðar sýnir reynslan að eldvarnafræðsla til barna skilar sér þegar á reynir. „Svona fræðsla gerir það nefnilega. Börnin eru mjög meðtækileg þegar við tölum við þau. Svo fara þau heim og virkja foreldrana með sér. Þannig að við búum til litla slökkviliðskarla- og konur úr þeim og svo fara þau heim og klára málið þar og fræða foreldrana." Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Það var mikill spenningur í loftinu á slökkvistöð Hafnarfjarðar í dag. Slökkviliðið höfuðborgarsvæðinu fer á hverju ári með eldvarnarfræðslu inn í grunnskóla, en í dag var í fyrsta sinn boðið upp á sérstakan fræðsludag fyrir blind og sjónskert börn. „Þetta er hópur sem hefur ekki fengið þessa fræðslu og kannski orðið svolítið eftir. Þess vegna ákváðum við að bjóða þeim að koma hér í dag til þess að fá þessa eldvarnafræðslu og fá aðeins að prófa og þreifa á hlutunum líka, gera aðeins meira en aðrir fá," segir Hörður Halldórsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Hörður á veg og vanda að skipulagningu dagsins í samvinnu við starfsmenn Þjónust- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Börnin sem heimsóttu slökkviliðið í dag eiga það öll sameiginlegt að vera með innan við 30% sjón og eru því ýmist verulega sjónskert eða alblind.Búa til litla slökkviliðskarla- og konur Fréttastofa ræddi við Bjarka Ísaksson, sem er átta ára gamall með sjónskerðingu. Hann var nokkuð uppnuminn enda lærði hann heilmikið á slökkvistöðinni í dag. „Ég er búinn að læra að renna mér niður súlu pínu og ég er búinn að læra að það er tölva þarna inni [í slökkvibílnum] og ég er búinn að læra að þekkja að þetta er sjúkrabíll," sagði Bjarki og benti fréttamanni á búnaðinn sem hann vísaði til. Eftir fræðsluna fengu krakkarnir að skoða sig um á slökkvistöðinni, máta búning slökkviliðsmanna, þreifa á og sprauta úr brunaslöngunni og láta lyfta sér upp í körfubílnum. Í lok heimsóknarinnar fengu svo öll börnin reykskynjara og vasaljós í gjöf frá slökkviliðinu. Að sögn Harðar sýnir reynslan að eldvarnafræðsla til barna skilar sér þegar á reynir. „Svona fræðsla gerir það nefnilega. Börnin eru mjög meðtækileg þegar við tölum við þau. Svo fara þau heim og virkja foreldrana með sér. Þannig að við búum til litla slökkviliðskarla- og konur úr þeim og svo fara þau heim og klára málið þar og fræða foreldrana."
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira