„Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2015 19:57 Sjón er forseti PEN á Íslandi. vísir/valli/afp PEN-félögin á Norðurlöndum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skotárásanna í Kaupmannahöfn í gær. PEN samtökin eru alþjóðasamtök rithöfunda á norðurlöndunum. „Skotárásin á laugardagsfundinn í Kaupmannahöfn, þar sem fólk var samankomið til þess að ræða tjáningarfrelsið andspænis guðlastinu, og sú sem í framhaldinu var framin við samkunduhús Gyðinga í borginni, eru hrollvekjandi áminning um að einnig í hinum opnu samfélögum Norðurlanda steðjar ógn að þeim grunngildum sem taka til frjálsra skoðanaskipta í veraldlegu samfélagi. Við fordæmum þessa grófu tilraun til kúgunar og hörmum mannslífin sem hún kostaði,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að atburðirnir eigi sér stað á 25 ára afmæli dauðadóms íranska klerkaveldisins yfir bresk-indverska rithöfundinum Salman Rushdie og undirstriki að tjáningarfrelsið nær yfir landamæri og gengur þvert á menningarheima. „Í dag eru allt, allt, of mörg samfélög þar sem rithöfundar, listamenn og skopmyndateiknarar eru beittir ritskoðun og ofbeldi. Norrænu PEN félögin munu halda áfram, jafnt heima sem að heiman, að berjast fyrir rétti þeirra til að tjá sig án þess að vera ofsóttir.“ PEN samtökin telja einnig að virðing fyrir tjáningarfrelsinu og hvatning til beittrar samfélagsgagnrýni í ólíkum miðlum eigi sér langa sögu á Norðurlöndum. „Nýleg alþjóðleg úttekt setti Danmörku í efstu sæti lista yfir frjáls samfélög. Við munum ekki láta öfl umburðarleysis eyðileggja það með sínum grófu brögðum.“Yfirlýsingin kemur frá: Dansk PEN Norsk P.E.N. PEN á Íslandi Suomen PEN Svenska P.E.N. Tengdar fréttir Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Ráðherrar senda Dönum samúðarkveðjur „Óhugnalegar fréttir frá Kaupmannahöfn“ 15. febrúar 2015 15:25 Íslendingur í Kaupmannahöfn: „Maður er pínu skelkaður“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson hætti við að fara í bæinn vegna skotárása. 15. febrúar 2015 10:55 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn. 15. febrúar 2015 08:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
PEN-félögin á Norðurlöndum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skotárásanna í Kaupmannahöfn í gær. PEN samtökin eru alþjóðasamtök rithöfunda á norðurlöndunum. „Skotárásin á laugardagsfundinn í Kaupmannahöfn, þar sem fólk var samankomið til þess að ræða tjáningarfrelsið andspænis guðlastinu, og sú sem í framhaldinu var framin við samkunduhús Gyðinga í borginni, eru hrollvekjandi áminning um að einnig í hinum opnu samfélögum Norðurlanda steðjar ógn að þeim grunngildum sem taka til frjálsra skoðanaskipta í veraldlegu samfélagi. Við fordæmum þessa grófu tilraun til kúgunar og hörmum mannslífin sem hún kostaði,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að atburðirnir eigi sér stað á 25 ára afmæli dauðadóms íranska klerkaveldisins yfir bresk-indverska rithöfundinum Salman Rushdie og undirstriki að tjáningarfrelsið nær yfir landamæri og gengur þvert á menningarheima. „Í dag eru allt, allt, of mörg samfélög þar sem rithöfundar, listamenn og skopmyndateiknarar eru beittir ritskoðun og ofbeldi. Norrænu PEN félögin munu halda áfram, jafnt heima sem að heiman, að berjast fyrir rétti þeirra til að tjá sig án þess að vera ofsóttir.“ PEN samtökin telja einnig að virðing fyrir tjáningarfrelsinu og hvatning til beittrar samfélagsgagnrýni í ólíkum miðlum eigi sér langa sögu á Norðurlöndum. „Nýleg alþjóðleg úttekt setti Danmörku í efstu sæti lista yfir frjáls samfélög. Við munum ekki láta öfl umburðarleysis eyðileggja það með sínum grófu brögðum.“Yfirlýsingin kemur frá: Dansk PEN Norsk P.E.N. PEN á Íslandi Suomen PEN Svenska P.E.N.
Tengdar fréttir Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Ráðherrar senda Dönum samúðarkveðjur „Óhugnalegar fréttir frá Kaupmannahöfn“ 15. febrúar 2015 15:25 Íslendingur í Kaupmannahöfn: „Maður er pínu skelkaður“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson hætti við að fara í bæinn vegna skotárása. 15. febrúar 2015 10:55 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn. 15. febrúar 2015 08:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09
Íslendingur í Kaupmannahöfn: „Maður er pínu skelkaður“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson hætti við að fara í bæinn vegna skotárása. 15. febrúar 2015 10:55
Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41
Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn. 15. febrúar 2015 08:25