Enski boltinn

Callum Wilson úr leik næsta hálfa árið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wilson liggur sárþjáður á Britianna vellinum.
Wilson liggur sárþjáður á Britianna vellinum. Vísir/getty
Næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Callum Wilson, verður frá næsta hálfa árið eftir að hafa skaddað krossband í leik Bournemouth og Stoke um helgina.

Wilson hefur slegið í gegn í liði Bournemouth í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en hefur skorað fimm mörk í fyrstu átta leikjum liðsins á þessu tímabili.

Skoraði hann eftirminnilega fyrsta mark liðsins í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrjú mörk þann dag í 4-3 sigri á West Ham.

Fór hann meiddur af velli á 17. mínútu í leiknum í 1-2 tapi gegn Stoke en eftir að hafa gengist undir rannsókn hefur verið staðfest að Wilson verður frá næstu sex mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×