Eini atvinnumaður Íslands í hjólreiðum lenti í alvarlegu umferðarslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2015 09:43 Ingvar hefur stundað hjólreiðar af kappi frá árinu 2011. Vísir/Valli Ingvar Ómarsson, einn fremsti hjólreiðakappi Íslands og fyrsti atvinnumaður okkar á því sviði, lenti í alvarlegu umferðarslysi í Hollandi, fyrir rúmri viku. Ingvar, sem er 26 ára gamall og búsettur í Hollandi, gekkst undir uppskurð á höfði af þeim sökum.Ingvar, sem hefur orðið Íslandsmeistari í götuhjólreiðum undanfarin þrjú ár og keppir fyrir Kría Cycles, lenti í hörðum árekstri við mótorhjól á reiðhjóli sínu úti í Hollandi. Í opinni færslu á Facebook greinir hann vinum sínum og aðdáendum frá því upplifunin hafi verið það hörð að hann muni ekki eftir fyrstu tveimur sólarhringunum eftir slysið. Hann hafi brotið tvö bein á vinstri handlegg, skrámur séu út um allan líkama og hann sé aumur á ótal stöðum. Bræðurnir Ingvar og Ómar Ómarssynir.Mynd/David Robertson Blæddi úr stærra og minna heilahveli „ Stóra málið er hinsvegar brákun á höfuðkúpu, mér blæddi úr stærra og minna heilahveli sem er víst óalgengt. Það þurfti að skera upp höfuðið á mér og stöðva blæðinguna. Hefði ég verið hjálmlaus er auðvelt að hugsa sér hvað hefði getað gerst.“Að sögn Ingvars hefur endurhæfingin verið erfið og sársaukafull en hann segir þetta allt að koma. „Þeir sem þekkja mig vita að áfallið er stærra andlega heldur en líkamlega. Fyrsta sem ég spurði var hvað er langt í að ég geti byrjað að æfa aftur og hvernig líður hjólinu. En þetta kemur allt saman.“ Ingvar segir að stuðningur vina og ættingja hafi gert allt auðveldara og um ómetanlega hjálp sé að ræða. Ingvar segir að sérhver dagur sé örlítið skárri en sá næsti á undan. Hver dagur örlítið betri en sá fyrri „Ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir mig, öllum sem höfðu samband við mig og óskuðu mér góðs bata. Án ykkar væri lífið ótrúlega erfitt,“ sagði Ingvar í færslu á fimmtudaginn. Heillaóskum hefur rignt yfir hjólreiðakappann í kjölfarið og upplýsti Ingvar um helgina að hver dagur væri örlítið betri en sá fyrri. „Árangurinn er allur að koma hægt og rólega enda engin plön um það að eyða of miklum tíma í þetta!“ Kæru vinirÉg lenti í hörðum árekstri við mótórhjól þegar ég var úti að hjóla hérna í Hollandi fyrir viku síðan og hef...Posted by Ingvar Ómarsson on Thursday, November 19, 2015 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ingvar Ómarsson, einn fremsti hjólreiðakappi Íslands og fyrsti atvinnumaður okkar á því sviði, lenti í alvarlegu umferðarslysi í Hollandi, fyrir rúmri viku. Ingvar, sem er 26 ára gamall og búsettur í Hollandi, gekkst undir uppskurð á höfði af þeim sökum.Ingvar, sem hefur orðið Íslandsmeistari í götuhjólreiðum undanfarin þrjú ár og keppir fyrir Kría Cycles, lenti í hörðum árekstri við mótorhjól á reiðhjóli sínu úti í Hollandi. Í opinni færslu á Facebook greinir hann vinum sínum og aðdáendum frá því upplifunin hafi verið það hörð að hann muni ekki eftir fyrstu tveimur sólarhringunum eftir slysið. Hann hafi brotið tvö bein á vinstri handlegg, skrámur séu út um allan líkama og hann sé aumur á ótal stöðum. Bræðurnir Ingvar og Ómar Ómarssynir.Mynd/David Robertson Blæddi úr stærra og minna heilahveli „ Stóra málið er hinsvegar brákun á höfuðkúpu, mér blæddi úr stærra og minna heilahveli sem er víst óalgengt. Það þurfti að skera upp höfuðið á mér og stöðva blæðinguna. Hefði ég verið hjálmlaus er auðvelt að hugsa sér hvað hefði getað gerst.“Að sögn Ingvars hefur endurhæfingin verið erfið og sársaukafull en hann segir þetta allt að koma. „Þeir sem þekkja mig vita að áfallið er stærra andlega heldur en líkamlega. Fyrsta sem ég spurði var hvað er langt í að ég geti byrjað að æfa aftur og hvernig líður hjólinu. En þetta kemur allt saman.“ Ingvar segir að stuðningur vina og ættingja hafi gert allt auðveldara og um ómetanlega hjálp sé að ræða. Ingvar segir að sérhver dagur sé örlítið skárri en sá næsti á undan. Hver dagur örlítið betri en sá fyrri „Ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir mig, öllum sem höfðu samband við mig og óskuðu mér góðs bata. Án ykkar væri lífið ótrúlega erfitt,“ sagði Ingvar í færslu á fimmtudaginn. Heillaóskum hefur rignt yfir hjólreiðakappann í kjölfarið og upplýsti Ingvar um helgina að hver dagur væri örlítið betri en sá fyrri. „Árangurinn er allur að koma hægt og rólega enda engin plön um það að eyða of miklum tíma í þetta!“ Kæru vinirÉg lenti í hörðum árekstri við mótórhjól þegar ég var úti að hjóla hérna í Hollandi fyrir viku síðan og hef...Posted by Ingvar Ómarsson on Thursday, November 19, 2015
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira