Prestur vill verða rithöfundur en fær ekki leyfi frá guði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2015 13:15 Hildur Eir er sóknarprestur á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson „Guð sér alltaf við manni, hann veit að ég yrði óþolandi ef ég væri ekki prestur, hann veit að ég myndi hringsnúast í kringum sjálfa mig og fá listræna messíasarkomplexa. En kannski fæ ég að hætta þegar ég hef öðlast þroska til þess. Hver veit?“ segir Hildur Eir Bolladóttir prestur í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Hildur Eir segist alltaf vera að bíða eftir því að Guð segi sér að gera eitthvað annað en að vera prestur. Hún hafi upphaflega farið í guðfræði og tekið vígslu því hún taldi sig ekki geta neitt annað. „Ég var svo sem ekkert námsséní í menntaskóla, afleit í raungreinum og bara svona meðal í öllu hinu. Fékk að vísu alltaf hátt í dönsku, en hverjum er ekki sama. Það voru heldur ekki foreldrar mínir sem hvöttu mig til að fara út í prestskap, ég var ekkert að gera stóra hluti þegar ég fylgdi pabba eftir í hans embættisverkum, spilaði reyndar einu sinni á fiðlu í sunnudagaskóla á Svalbarðseyri og uppskar meira fliss en aðdáun. Þegar ég var nývígð 27 ára gömul og reyndi að ganga í prestaskyrtu innan um annað fólk leið mér alltaf svolítið eins og ég hefði orðið eftir við dimmiteringu í MA, fólk héldi örugglega að það væri ekki runnið af mér. Þá var ég reyndar ekki orðin gráhærð fyrir aldur fram, líkt og nú.“ Meðfylgjandi mynd birti Hildur Eir á Facebook-síðu sinni og setti sem nýja prófílmynd. Reynt að ögra Guði Hildur Eir segist fljótlega hafa hætt að ganga í prestaskyrtu af því hún vildi að fólk vissi að hún væri edrú. Síðan hafi liðið tíu ár en henni til mikillar furðu sé hún enn í sama starfi, bíðandi eftir að Guð gefi henni merki um annað. „Ég hef reynt að ögra honum í hvívetna, fyrst með því að segja honum að ég ætlaði aldrei að lesa alla Biblíuna, að fyrr myndi ég bíta í sundur borð en að lesa fjórðu Mósebók en það hreif ekki enda skrifaði hann ekkert þessa bók og hefur því enga ástæðu til að móðgast. Svo reyndi ég að ögra honum með skrúða prestsins þegar ég tók upp á því að framreiða altarissakramentið í eigin fötum, en það gerðist ekki neitt enda hefur hann eða hún ekki gefið út neinar leiðbeiningar um klæðaval í messum, svo hætti ég að tóna, horfði glottandi til himins og viti menn, ég sem hélt að nú myndi rigna eldi og brennisteini, fór ekki bara sólin skína sem tákn frá Guði um að þetta hafi verið söfnuðinum sannkölluð líkn með þraut.“ Hildur segist vera venjuleg manneskja með frekar viðkvæma og beyglaða sjálfsmynd en þó sæmilegt sjálfstraust á sumum sviðum og Guð veit það. „Þess vegna sendi hann mér þá Frosta og Mána um daginn þegar þeir hringdu í mig úr útvarpsþættinum Harmageddon og ég tók áskorun þeirra um að rífast um aðskilnað ríkis og kirkju og bara kirkjuna almennt sem þeim félögum finnst mesta peningasóun í íslensku samfélagi. Guð veit að ég er svolítið svag fyrir svona gaurum sem rífa kjaft og láta eins og þeim sé sama um álit annarra, þeir eru nefnilega mín eigin spegilmynd, ég er Frosti og Máni kirkjunnar. Lítil hrædd manneskja sem bíður eftir því að vera afhjúpuð og þess vegna neitar Guð mér um að hætta, hann veit að það er gagnlegt að hafa svona gallaðar manneskjur í sinni þjónustu.“Umræðurnar í Harmageddon má hlýða á hér að neðan. Hildur Eir segist vera búin að segja Guði að sig langi til að verða rithöfundur. Guð hlusti hins vegar ekki, rífi hana fram úr á morgnana og láti hana skíra börn, gifta og garða auk þess að hlusta á sorgir annarra í stað þess að fá athygli út á alla sína „stórkostlegu“ hæfileika. „Guð sér alltaf við manni, hann veit að ég yrði óþolandi ef ég væri ekki prestur, hann veit að ég myndi hringsnúast í kringum sjálfa mig og fá listræna messíasarkomplexa. En kannski fæ ég að hætta þegar ég hef öðlast þroska til þess. Hver veit?“ Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira
„Guð sér alltaf við manni, hann veit að ég yrði óþolandi ef ég væri ekki prestur, hann veit að ég myndi hringsnúast í kringum sjálfa mig og fá listræna messíasarkomplexa. En kannski fæ ég að hætta þegar ég hef öðlast þroska til þess. Hver veit?“ segir Hildur Eir Bolladóttir prestur í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Hildur Eir segist alltaf vera að bíða eftir því að Guð segi sér að gera eitthvað annað en að vera prestur. Hún hafi upphaflega farið í guðfræði og tekið vígslu því hún taldi sig ekki geta neitt annað. „Ég var svo sem ekkert námsséní í menntaskóla, afleit í raungreinum og bara svona meðal í öllu hinu. Fékk að vísu alltaf hátt í dönsku, en hverjum er ekki sama. Það voru heldur ekki foreldrar mínir sem hvöttu mig til að fara út í prestskap, ég var ekkert að gera stóra hluti þegar ég fylgdi pabba eftir í hans embættisverkum, spilaði reyndar einu sinni á fiðlu í sunnudagaskóla á Svalbarðseyri og uppskar meira fliss en aðdáun. Þegar ég var nývígð 27 ára gömul og reyndi að ganga í prestaskyrtu innan um annað fólk leið mér alltaf svolítið eins og ég hefði orðið eftir við dimmiteringu í MA, fólk héldi örugglega að það væri ekki runnið af mér. Þá var ég reyndar ekki orðin gráhærð fyrir aldur fram, líkt og nú.“ Meðfylgjandi mynd birti Hildur Eir á Facebook-síðu sinni og setti sem nýja prófílmynd. Reynt að ögra Guði Hildur Eir segist fljótlega hafa hætt að ganga í prestaskyrtu af því hún vildi að fólk vissi að hún væri edrú. Síðan hafi liðið tíu ár en henni til mikillar furðu sé hún enn í sama starfi, bíðandi eftir að Guð gefi henni merki um annað. „Ég hef reynt að ögra honum í hvívetna, fyrst með því að segja honum að ég ætlaði aldrei að lesa alla Biblíuna, að fyrr myndi ég bíta í sundur borð en að lesa fjórðu Mósebók en það hreif ekki enda skrifaði hann ekkert þessa bók og hefur því enga ástæðu til að móðgast. Svo reyndi ég að ögra honum með skrúða prestsins þegar ég tók upp á því að framreiða altarissakramentið í eigin fötum, en það gerðist ekki neitt enda hefur hann eða hún ekki gefið út neinar leiðbeiningar um klæðaval í messum, svo hætti ég að tóna, horfði glottandi til himins og viti menn, ég sem hélt að nú myndi rigna eldi og brennisteini, fór ekki bara sólin skína sem tákn frá Guði um að þetta hafi verið söfnuðinum sannkölluð líkn með þraut.“ Hildur segist vera venjuleg manneskja með frekar viðkvæma og beyglaða sjálfsmynd en þó sæmilegt sjálfstraust á sumum sviðum og Guð veit það. „Þess vegna sendi hann mér þá Frosta og Mána um daginn þegar þeir hringdu í mig úr útvarpsþættinum Harmageddon og ég tók áskorun þeirra um að rífast um aðskilnað ríkis og kirkju og bara kirkjuna almennt sem þeim félögum finnst mesta peningasóun í íslensku samfélagi. Guð veit að ég er svolítið svag fyrir svona gaurum sem rífa kjaft og láta eins og þeim sé sama um álit annarra, þeir eru nefnilega mín eigin spegilmynd, ég er Frosti og Máni kirkjunnar. Lítil hrædd manneskja sem bíður eftir því að vera afhjúpuð og þess vegna neitar Guð mér um að hætta, hann veit að það er gagnlegt að hafa svona gallaðar manneskjur í sinni þjónustu.“Umræðurnar í Harmageddon má hlýða á hér að neðan. Hildur Eir segist vera búin að segja Guði að sig langi til að verða rithöfundur. Guð hlusti hins vegar ekki, rífi hana fram úr á morgnana og láti hana skíra börn, gifta og garða auk þess að hlusta á sorgir annarra í stað þess að fá athygli út á alla sína „stórkostlegu“ hæfileika. „Guð sér alltaf við manni, hann veit að ég yrði óþolandi ef ég væri ekki prestur, hann veit að ég myndi hringsnúast í kringum sjálfa mig og fá listræna messíasarkomplexa. En kannski fæ ég að hætta þegar ég hef öðlast þroska til þess. Hver veit?“
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira