Skráðir fyrir ávísunum án eigin vitundar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 08:00 Ólafur segir gagnsæi í lyfjagrunninum minnka hættu á misnotkun en best sé að læknar ávísi ekki ávanabindandi lyfjum án þess að hitta sjúklinginn. vísir/stefán Borið hefur á því að læknar séu skráðir fyrir vélskömmtun lyfja án þess að þeir viti af því en einnig að einstaklingar fái ávísað sömu lyfjum í stökum ávísunum á sama tíma og þeir fá skammtað. Um er að ræða lyf úr öllum flokkum en Embætti landlæknis hefur mest verið að gera athugasemdir varðandi ávanabindandi lyf. Stutt er síðan vélskömmtun lyfja fór að berast í nýja lyfjagagnagrunninn. „Nú geta læknar sjálfir séð skammtanir og nafn þess læknis sem stendur fyrir þeim. Læknar hafa haft samband við Embætti landlæknis til að breyta skömmtunum eða fella skömmtunarseðla niður því enn er það þannig að læknar sjá ekki í hvaða apóteki ávísanir eru leystar út,“ segir Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis. „Þetta eru fyrst og fremst ávanabindandi lyf sem um ræðir en margir einstaklingar sækja stíft í slík lyf. Við bindum miklar vonir við það að aðgangur lækna að lyfjagagnagrunni komi til með að minnka misnotkun á þessum lyfjum. Þá er búið að sameina sjúkraskrárkerfi milli starfsstöðva lækna þannig að upplýsingaaðgengi lækna er orðið mun betra. Við höfum trú á því að þetta muni hafa jákvæð áhrif en Það gerist hægt.“ Ein afleiðing af auknum upplýsingum hjá læknum er að lyfjagjöf til einstaklinga er hafnað. Þetta birtist meðal annars í því að einstaklingar í fíknivanda reyna að komast yfir þessi lyf með því að villa á sér heimildir og biðja um lyfjaávísun frá lækni eða reyna að leysa út lyf úr apótekum á nafni annarra. Dæmi eru um að slíkar falsanir hafi viðgengist mánuðum saman þegar einstaklingarnir sjálfir eða starfsfólk apóteka hefur komið upp um þær fyrir tilviljun. Það er möguleiki að slíkar falsanir viðgangist og ekki hafi komist upp um þær. „Hluti vandans er sá að það getur verið erfitt að sannreyna hvort það sé réttur aðili sem hringir og biður um lyfjaávísun t.d. á heilsugæslu,“ segir Ólafur. Stöðugt fleiri læknar nota lyfjagagnagrunn landlæknis, í september 2014 var fjöldinn 412 en í september 2015 867 læknar. Aðgengi þeirra að lyfjagagnagrunninum hefur aukið öryggi ávísana að sögn Ólafs. Hann segir þó bestu leiðina til að koma í veg fyrir misnotkun að skrifa ekki út ávanabindandi lyf án þess að hitta sjúklinginn. „Best er að læknar hitti einstaklingana í eigin persónu og ræði við þá um lyfjanotkunina.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Borið hefur á því að læknar séu skráðir fyrir vélskömmtun lyfja án þess að þeir viti af því en einnig að einstaklingar fái ávísað sömu lyfjum í stökum ávísunum á sama tíma og þeir fá skammtað. Um er að ræða lyf úr öllum flokkum en Embætti landlæknis hefur mest verið að gera athugasemdir varðandi ávanabindandi lyf. Stutt er síðan vélskömmtun lyfja fór að berast í nýja lyfjagagnagrunninn. „Nú geta læknar sjálfir séð skammtanir og nafn þess læknis sem stendur fyrir þeim. Læknar hafa haft samband við Embætti landlæknis til að breyta skömmtunum eða fella skömmtunarseðla niður því enn er það þannig að læknar sjá ekki í hvaða apóteki ávísanir eru leystar út,“ segir Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis. „Þetta eru fyrst og fremst ávanabindandi lyf sem um ræðir en margir einstaklingar sækja stíft í slík lyf. Við bindum miklar vonir við það að aðgangur lækna að lyfjagagnagrunni komi til með að minnka misnotkun á þessum lyfjum. Þá er búið að sameina sjúkraskrárkerfi milli starfsstöðva lækna þannig að upplýsingaaðgengi lækna er orðið mun betra. Við höfum trú á því að þetta muni hafa jákvæð áhrif en Það gerist hægt.“ Ein afleiðing af auknum upplýsingum hjá læknum er að lyfjagjöf til einstaklinga er hafnað. Þetta birtist meðal annars í því að einstaklingar í fíknivanda reyna að komast yfir þessi lyf með því að villa á sér heimildir og biðja um lyfjaávísun frá lækni eða reyna að leysa út lyf úr apótekum á nafni annarra. Dæmi eru um að slíkar falsanir hafi viðgengist mánuðum saman þegar einstaklingarnir sjálfir eða starfsfólk apóteka hefur komið upp um þær fyrir tilviljun. Það er möguleiki að slíkar falsanir viðgangist og ekki hafi komist upp um þær. „Hluti vandans er sá að það getur verið erfitt að sannreyna hvort það sé réttur aðili sem hringir og biður um lyfjaávísun t.d. á heilsugæslu,“ segir Ólafur. Stöðugt fleiri læknar nota lyfjagagnagrunn landlæknis, í september 2014 var fjöldinn 412 en í september 2015 867 læknar. Aðgengi þeirra að lyfjagagnagrunninum hefur aukið öryggi ávísana að sögn Ólafs. Hann segir þó bestu leiðina til að koma í veg fyrir misnotkun að skrifa ekki út ávanabindandi lyf án þess að hitta sjúklinginn. „Best er að læknar hitti einstaklingana í eigin persónu og ræði við þá um lyfjanotkunina.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira