Enski boltinn

Martial skoraði í sigri United á Liverpool | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester United vann 3-1 sigur á Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Leikið var á Old Trafford og Anthony Martial skoraði í frumrauninni.

Fyrri hálfleikurinn var algjör hörmung. Hvorugt liðið átti skot á markið, en í síðari hálfleik lifnaði eilítið yfir leiknum.

Síðari hálfleikur var fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind hamraði boltanum í netið eftir flotta útfærslu af aukaspyrnu.

Ander Herrera innsigldi svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 70. mínútu eftir að Joe Gomez braut á Herrera.

Leikmenn Liverpool voru ekki hættir, en sex mínútum fyrir leikslok minnkuðu þeir muninn. Þar var að verki Christian Benteke með sturluðu marki, en það má sjá neðst í greininni.

Varamaðurinn Anthony Martial spilaði sinn fyrsta leik fyrir United frá því að hann kom frá Monaco. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark United fjórum mínútum fyrir leikslok. Allra pundana virði? Lokatölur 3-1.

United er því með tíu stig eftir leikina fimm sem búnir eru í öðru sætinu, en Liverpool með sjö stig eftir fimm leiki í niunda sæti.

2-1: 3-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×