Enski boltinn

Van Gaal: Martial líkamlega klár í ensku úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martial og Van Gaal ánægðir í leikslok.
Martial og Van Gaal ánægðir í leikslok. vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að Anthony Martial, nýji leikmaður United, sé klár í slaginn í ensku úrvalsdeildinni.

Martial byrjaði vel í dag, en hann kom inná í 3-1 sigri United á Liverpool. Hann skoraði þriðja markið með laglegum einleik.

„Markið hjá Anthony var ekki slæmt mark. Þetta var einmitt leikurinn fyrir hann því Liverpool þurfti að koma framan. Hann hafði fullt af plássi svo það var auðveldara að láta hann inná," sagði Van Gaal um ungstirnið í lok leiks.

„Hann gerði þetta vel. Hann skoraði frábært mark og ég hef einnig séð það að hann er líkamlega klár í slaginn í úrvalsdeildinni."

Van Gaal gerði breytingu í hálfleik þegar hann tók Memphis Depay af velli og lét Ashley Young inná í hans stað.

„Mér fannst við spila betur í fyrri hálfleik. Við réðum leiknum, en sköpuðum ekki mikið. Ég held að við höfum skapað tvö og fullt af mögulegum - en síðasta sending var ekki nægilega góð," sagði Hollendingurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×