Sumir rífa þær úr með puttunum, aðrir fá einhvern annan í verkið og enn aðrir binda spotta í tönnina, hinn í hurð og skella.
Ellefu ára stelpa, Alexis Davidsson, er hins vegar sú fyrsta, samkvæmt okkar bestu vitund, til að skjóta tönn úr sér með boga. Faðir hennar var svo hugulsamur að festa atvikið á filmu og deila með umheiminum. Myndbandið er hægt að sjá hér að neðan.