„Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 00:01 Einar Kristinn Kristgeirsson keppir í svigi og stórsvigi í Sotsjí. Mynd/SKÍ „Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
„Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira