Hagur barns er hagur samfélagsins Ragnhildur Helgadóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu þögnina og sögðu frá einelti kennara þurfa nú að sæta ofsóknum frá bæjarbúum. Hópur Grindvíkinga hefur birt undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við kennarann sem beitti ofbeldinu. Þetta er að gerast þrátt fyrir að staðfest hafi verið að um einelti hafi verið að ræða. Það er sorglegra en tárum taki að verða vitni að því hvað fólk er fljótt að bregðast til varnar fyrir ofbeldismenn og gera lítið úr vitnisburði þolenda. Ábyrgð og skömm þeirra sem taka upp svona undirskriftasöfnun til stuðnings geranda er mikil og ótrúlegt að fólk skuli með þessu niðurlægja og auka á þjáningar þeirra sem brotið hefur verið á. Viðbrögð skólastjórnenda eru á sama veg og svo virðist sem stjórnendur vilji ekki trúa þessu upp á kennarann, finnst einfaldara að finna að börnunum sem urðu fyrir ofbeldinu og foreldrum þeirra sem reyna að berjast fyrir réttlæti þeim til handa. Hlutverkin hafa skyndilega snúist við og ofbeldismanneskjan komin í stöðu fórnarlambs og börnin orðin að vandamáli. Á sama tíma er enginn stuðningur við börnin sem eru hin raunveruleg fórnarlömb, hvorki frá skóla né öðrum hlutaðeigandi aðilum. Börnin stunda nám á skrifstofum bæjarins en kennarinn gegnir sínu starfi áfram í skólanum. Það er einlæg ósk mín að bæjar- og skólastjórnendur í Grindavík beri gæfu til að bregðast við og taki á mislukkuðum ferlum í eineltismálum sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Hafa skal í huga að hagur barns er hagur samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu þögnina og sögðu frá einelti kennara þurfa nú að sæta ofsóknum frá bæjarbúum. Hópur Grindvíkinga hefur birt undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við kennarann sem beitti ofbeldinu. Þetta er að gerast þrátt fyrir að staðfest hafi verið að um einelti hafi verið að ræða. Það er sorglegra en tárum taki að verða vitni að því hvað fólk er fljótt að bregðast til varnar fyrir ofbeldismenn og gera lítið úr vitnisburði þolenda. Ábyrgð og skömm þeirra sem taka upp svona undirskriftasöfnun til stuðnings geranda er mikil og ótrúlegt að fólk skuli með þessu niðurlægja og auka á þjáningar þeirra sem brotið hefur verið á. Viðbrögð skólastjórnenda eru á sama veg og svo virðist sem stjórnendur vilji ekki trúa þessu upp á kennarann, finnst einfaldara að finna að börnunum sem urðu fyrir ofbeldinu og foreldrum þeirra sem reyna að berjast fyrir réttlæti þeim til handa. Hlutverkin hafa skyndilega snúist við og ofbeldismanneskjan komin í stöðu fórnarlambs og börnin orðin að vandamáli. Á sama tíma er enginn stuðningur við börnin sem eru hin raunveruleg fórnarlömb, hvorki frá skóla né öðrum hlutaðeigandi aðilum. Börnin stunda nám á skrifstofum bæjarins en kennarinn gegnir sínu starfi áfram í skólanum. Það er einlæg ósk mín að bæjar- og skólastjórnendur í Grindavík beri gæfu til að bregðast við og taki á mislukkuðum ferlum í eineltismálum sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Hafa skal í huga að hagur barns er hagur samfélags.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar