Hagur barns er hagur samfélagsins Ragnhildur Helgadóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu þögnina og sögðu frá einelti kennara þurfa nú að sæta ofsóknum frá bæjarbúum. Hópur Grindvíkinga hefur birt undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við kennarann sem beitti ofbeldinu. Þetta er að gerast þrátt fyrir að staðfest hafi verið að um einelti hafi verið að ræða. Það er sorglegra en tárum taki að verða vitni að því hvað fólk er fljótt að bregðast til varnar fyrir ofbeldismenn og gera lítið úr vitnisburði þolenda. Ábyrgð og skömm þeirra sem taka upp svona undirskriftasöfnun til stuðnings geranda er mikil og ótrúlegt að fólk skuli með þessu niðurlægja og auka á þjáningar þeirra sem brotið hefur verið á. Viðbrögð skólastjórnenda eru á sama veg og svo virðist sem stjórnendur vilji ekki trúa þessu upp á kennarann, finnst einfaldara að finna að börnunum sem urðu fyrir ofbeldinu og foreldrum þeirra sem reyna að berjast fyrir réttlæti þeim til handa. Hlutverkin hafa skyndilega snúist við og ofbeldismanneskjan komin í stöðu fórnarlambs og börnin orðin að vandamáli. Á sama tíma er enginn stuðningur við börnin sem eru hin raunveruleg fórnarlömb, hvorki frá skóla né öðrum hlutaðeigandi aðilum. Börnin stunda nám á skrifstofum bæjarins en kennarinn gegnir sínu starfi áfram í skólanum. Það er einlæg ósk mín að bæjar- og skólastjórnendur í Grindavík beri gæfu til að bregðast við og taki á mislukkuðum ferlum í eineltismálum sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Hafa skal í huga að hagur barns er hagur samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu þögnina og sögðu frá einelti kennara þurfa nú að sæta ofsóknum frá bæjarbúum. Hópur Grindvíkinga hefur birt undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við kennarann sem beitti ofbeldinu. Þetta er að gerast þrátt fyrir að staðfest hafi verið að um einelti hafi verið að ræða. Það er sorglegra en tárum taki að verða vitni að því hvað fólk er fljótt að bregðast til varnar fyrir ofbeldismenn og gera lítið úr vitnisburði þolenda. Ábyrgð og skömm þeirra sem taka upp svona undirskriftasöfnun til stuðnings geranda er mikil og ótrúlegt að fólk skuli með þessu niðurlægja og auka á þjáningar þeirra sem brotið hefur verið á. Viðbrögð skólastjórnenda eru á sama veg og svo virðist sem stjórnendur vilji ekki trúa þessu upp á kennarann, finnst einfaldara að finna að börnunum sem urðu fyrir ofbeldinu og foreldrum þeirra sem reyna að berjast fyrir réttlæti þeim til handa. Hlutverkin hafa skyndilega snúist við og ofbeldismanneskjan komin í stöðu fórnarlambs og börnin orðin að vandamáli. Á sama tíma er enginn stuðningur við börnin sem eru hin raunveruleg fórnarlömb, hvorki frá skóla né öðrum hlutaðeigandi aðilum. Börnin stunda nám á skrifstofum bæjarins en kennarinn gegnir sínu starfi áfram í skólanum. Það er einlæg ósk mín að bæjar- og skólastjórnendur í Grindavík beri gæfu til að bregðast við og taki á mislukkuðum ferlum í eineltismálum sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Hafa skal í huga að hagur barns er hagur samfélags.