Náttúrulegt yngingarlyf úr fiskroði Álfrún Pálsdóttir skrifar 4. júlí 2014 12:30 Þær Hrönn, Kristín Ýr og Ása María létu drauminn rætast og búa nú snyrtivörur úr fiskiroði. Vísir/Daníel „Það má alveg kalla þetta yngingarlyf úr fiskroði, náttúrulegt og íslenskt beint úr hafinu,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra, nýju fyrirtæki sem býr til íslensk fæðubótaefni og snyrtivörur úr kollageni framleitt úr fiskroði undir heitinu, Feel Iceland og Frost Iceland. Um er að ræða fæðubótaefni úr kollageni sem viðheldur teygjanleika og raka húðarinnar og minnkar verki í liðum svo eitthvað er nefnt. Margir tengja eflaust efnið kollagen við yngingarefnið bótox. „Kollagen til inntöku er ekkert sérstaklega þekkt hér á landi. Það þjónar svipuðum tilgangi og bótox við að minnka hrukkur en virknin er allt önnur. Kollagenið sem við búum til er alveg náttúrulegt. Þetta er í raun eins og vítamín fyrir húðina. Það eru engin aukaefni og það hefur sýnt sig og sannað að það gefur betri virkni að taka efnið beint inn,“ segir Hrönn sem er viðskiptafræðingur að mennt. Fyrirtækið var stofnað í fyrra af þeim Hrönn, Kristínu Ýr Pétursdóttur sem er grafískur hönnuður og Ásu Maríu Þórhallsdóttur snyrtifræðingi. Svo fengu þær til liðs við sig Biljönu Ilievska sem er efnafræðingur. Fyrirtækið er til húsa í Sjávarklasanum út á Granda, sem er aðsetur fyrir frumkvöðlafyrirtæki með áherslu á haftengda starfsemi. Auk fæðubótaefnisins er verið að þróa krem og töflur úr kollageninu. Næst á dagskrá hjá fyrirtækinu unga er svo að koma vörunni út fyrir landsteinana og er stefnan tekin á Asíu. „Þetta er í raun ákveðinn draumur að rætast hjá okkur öllum, að búa til okkar eigið. Við erum í viðræðum um að koma okkur út og og þá helst til Asíu þar sem við keyrum á íslenska vörumerkið. Kollagenið er til dæmis mjög þekkt og vinsælt efni í Japan.“- Kollagen er eitt helsta uppbyggingar prótein líkamans og er oft kallað límið sem heldur líkamanum saman. - Kollagen finnst til að mynda í liðum, liðböndum, beinum, húð, hári og nöglum. - Kollagen byggist upp á einstakri samsetningu amínósýra og eru það amínósýrurnar Glycine, Proline og Hydroxiproline sem gera kollagenið sérstakt og eru þessar amínósýrur sjaldgæfar í fæðubótaefnum. - Kollagen er nauðsynlegt til að viðhalda unglegri húð og fyrirbyggja hrukkur, það er einnig nauðsynlegt fyrir teygjanleika bandvefja húðarinnar. Með aldrinum minnkar framleiðsla líkamans á kollageni að meðaltali um 1,5% á ári frá 25 ára aldri. Þá verður húðin þynnri, hrukkur byrja að myndast og liðir og liðbönd verða stirðari. -Sagt er að kollagen sé sterkara en stálvír og því á sér stað lítil upptaka líkamans á kollageni þegar við borðum t.d. fisk og kjöt. _Sagt er að með inntöku á kollageni er bæði verið að auka kollagenforða líkamans og einnig hraða endurnýjun kollagens. Ekki er búið að bæta neinum aukaefnum út í Amino Collagen og er það alveg laust við fiskibragð. Sniðugt er að blanda því út í búst eða hafragrautinn á morgnana. Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fleiri fréttir Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Sjá meira
„Það má alveg kalla þetta yngingarlyf úr fiskroði, náttúrulegt og íslenskt beint úr hafinu,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra, nýju fyrirtæki sem býr til íslensk fæðubótaefni og snyrtivörur úr kollageni framleitt úr fiskroði undir heitinu, Feel Iceland og Frost Iceland. Um er að ræða fæðubótaefni úr kollageni sem viðheldur teygjanleika og raka húðarinnar og minnkar verki í liðum svo eitthvað er nefnt. Margir tengja eflaust efnið kollagen við yngingarefnið bótox. „Kollagen til inntöku er ekkert sérstaklega þekkt hér á landi. Það þjónar svipuðum tilgangi og bótox við að minnka hrukkur en virknin er allt önnur. Kollagenið sem við búum til er alveg náttúrulegt. Þetta er í raun eins og vítamín fyrir húðina. Það eru engin aukaefni og það hefur sýnt sig og sannað að það gefur betri virkni að taka efnið beint inn,“ segir Hrönn sem er viðskiptafræðingur að mennt. Fyrirtækið var stofnað í fyrra af þeim Hrönn, Kristínu Ýr Pétursdóttur sem er grafískur hönnuður og Ásu Maríu Þórhallsdóttur snyrtifræðingi. Svo fengu þær til liðs við sig Biljönu Ilievska sem er efnafræðingur. Fyrirtækið er til húsa í Sjávarklasanum út á Granda, sem er aðsetur fyrir frumkvöðlafyrirtæki með áherslu á haftengda starfsemi. Auk fæðubótaefnisins er verið að þróa krem og töflur úr kollageninu. Næst á dagskrá hjá fyrirtækinu unga er svo að koma vörunni út fyrir landsteinana og er stefnan tekin á Asíu. „Þetta er í raun ákveðinn draumur að rætast hjá okkur öllum, að búa til okkar eigið. Við erum í viðræðum um að koma okkur út og og þá helst til Asíu þar sem við keyrum á íslenska vörumerkið. Kollagenið er til dæmis mjög þekkt og vinsælt efni í Japan.“- Kollagen er eitt helsta uppbyggingar prótein líkamans og er oft kallað límið sem heldur líkamanum saman. - Kollagen finnst til að mynda í liðum, liðböndum, beinum, húð, hári og nöglum. - Kollagen byggist upp á einstakri samsetningu amínósýra og eru það amínósýrurnar Glycine, Proline og Hydroxiproline sem gera kollagenið sérstakt og eru þessar amínósýrur sjaldgæfar í fæðubótaefnum. - Kollagen er nauðsynlegt til að viðhalda unglegri húð og fyrirbyggja hrukkur, það er einnig nauðsynlegt fyrir teygjanleika bandvefja húðarinnar. Með aldrinum minnkar framleiðsla líkamans á kollageni að meðaltali um 1,5% á ári frá 25 ára aldri. Þá verður húðin þynnri, hrukkur byrja að myndast og liðir og liðbönd verða stirðari. -Sagt er að kollagen sé sterkara en stálvír og því á sér stað lítil upptaka líkamans á kollageni þegar við borðum t.d. fisk og kjöt. _Sagt er að með inntöku á kollageni er bæði verið að auka kollagenforða líkamans og einnig hraða endurnýjun kollagens. Ekki er búið að bæta neinum aukaefnum út í Amino Collagen og er það alveg laust við fiskibragð. Sniðugt er að blanda því út í búst eða hafragrautinn á morgnana.
Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fleiri fréttir Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Sjá meira