Lífið

Boðið heim til Shondu Rhimes

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir fékk aldeilis skemmtilegt heimboð á dögunum. Margréti er boðið í teiti og kvöldverð heima hjá Shondu Rhimes í Los Angeles, en Shonda er konan á bak við sjónvarpsþættina Grey's Anatomy, Scandal og Private Practice.

Um er að ræða fjáröflunarboð fyrir demókrataflokkinn og kostar ódýrasti miðinn þúsund dollara, rúmlega 113 þúsund krónur.

Boðið er þann 23. júlí næstkomandi en sérstakur gestur er sjálfur Bandaríkjaforseti, Barack Obama.

Einnig má búast við fleiri góðum gestum, til að mynda Scandal-stjörnunni Kerry Washington og leikkonunni, dansaranum og söngkonunni Debbie Allen. Án efa munu fleiri stjörnur úr sjónvarpsþáttum Shondu einnig láta sjá sig.

Óvíst er hvort Margrét sjái sér hins vegar fært að mæta sökum mikilla anna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.