Selja fisk sem er jafn ólekker og þær Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2014 11:30 Ætli þær spyrji hvort viðskiptavinir vilji sósu? Myndir/Kristinn Magnússon „Við vorum ofsalega glaðar þegar haft var samband við okkur nokkrar í febrúar. Þá var orðið ljóst að Stöð 2 og Sagafilm vildu hrinda þessu af stað aftur. Fólkið sem stendur á bak við seríuna er alveg frábært og nýir, stórkostlegir leikarar búnir að bætast við í leikarahópinn,“ segir leikkonan og leikstjórinn Brynhildur Guðjónsdóttir. Hún skrifar handrit að nýjustu seríu af Stelpunum, sem frumsýnd verður á Stöð 2 á laugardagskvöldið, ásamt Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur, Maríu Reyndal og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Vísir fékk að birta nokkrar myndir úr tökunum af senu sem tekin er í fiskbúð. „Þetta eru þær Gobba og Lalla. Þær unnu áður í mötuneyti og spurðu alltaf: Viltu sósu? Nú eru þær hættar að þjóna í ríkisreknu mötuneyti og komnar með eigin bisness, fiskbúð,“ segir Brynhildur sem leikur annan hluta tvíeykisins á móti Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Aðspurð um hvers konar fiskmeti þær selja er Brynhildur afar dul.Brynhildur fer á kostum í fiskbúðinni.„Það mun koma í ljós hvers konar fiskur þetta er en við skulum segja að hann sé jafn ólekker og þær,“ segir Brynhildur hlæjandi.Óskar Jónasson leikstýrir seríunni en margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nýjum Stelpum. „Þetta eru sömu bullhausarnir sem búa þetta til en eru jafnframt búnir að sjá meira í millitíðinni og hafa víðari skírskotanir og betri tengingar í lífið. Það var mjög gaman að fara á þennan stað aftur. Gömlu þættirnir eldast svakalega vel að mínu mati og það er breiður hópur áhorfenda sem hefur áhuga á þessu. Börn geta alveg horft á þetta og upplifað grínið, kannski á aðeins annan hátt. Eldra fólki finnst þetta líka skemmtilegt. Það er svo ótrúlega gott að fá að hlæja dálítið og hlæja á fallegan hátt. Þetta er allt saman grín sem kemur frá góðum stað í sálu höfunda,“ segir Brynhildur.Þorsteinn Bachmann leikur viðskiptavin fiskbúðarinnar sem líst ekki á fiskmetisframboðið.Óskar Jónasson og Besti tökumaður í hláturskasti yfir Gobbu og Löllu. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Við vorum ofsalega glaðar þegar haft var samband við okkur nokkrar í febrúar. Þá var orðið ljóst að Stöð 2 og Sagafilm vildu hrinda þessu af stað aftur. Fólkið sem stendur á bak við seríuna er alveg frábært og nýir, stórkostlegir leikarar búnir að bætast við í leikarahópinn,“ segir leikkonan og leikstjórinn Brynhildur Guðjónsdóttir. Hún skrifar handrit að nýjustu seríu af Stelpunum, sem frumsýnd verður á Stöð 2 á laugardagskvöldið, ásamt Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur, Maríu Reyndal og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Vísir fékk að birta nokkrar myndir úr tökunum af senu sem tekin er í fiskbúð. „Þetta eru þær Gobba og Lalla. Þær unnu áður í mötuneyti og spurðu alltaf: Viltu sósu? Nú eru þær hættar að þjóna í ríkisreknu mötuneyti og komnar með eigin bisness, fiskbúð,“ segir Brynhildur sem leikur annan hluta tvíeykisins á móti Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Aðspurð um hvers konar fiskmeti þær selja er Brynhildur afar dul.Brynhildur fer á kostum í fiskbúðinni.„Það mun koma í ljós hvers konar fiskur þetta er en við skulum segja að hann sé jafn ólekker og þær,“ segir Brynhildur hlæjandi.Óskar Jónasson leikstýrir seríunni en margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nýjum Stelpum. „Þetta eru sömu bullhausarnir sem búa þetta til en eru jafnframt búnir að sjá meira í millitíðinni og hafa víðari skírskotanir og betri tengingar í lífið. Það var mjög gaman að fara á þennan stað aftur. Gömlu þættirnir eldast svakalega vel að mínu mati og það er breiður hópur áhorfenda sem hefur áhuga á þessu. Börn geta alveg horft á þetta og upplifað grínið, kannski á aðeins annan hátt. Eldra fólki finnst þetta líka skemmtilegt. Það er svo ótrúlega gott að fá að hlæja dálítið og hlæja á fallegan hátt. Þetta er allt saman grín sem kemur frá góðum stað í sálu höfunda,“ segir Brynhildur.Þorsteinn Bachmann leikur viðskiptavin fiskbúðarinnar sem líst ekki á fiskmetisframboðið.Óskar Jónasson og Besti tökumaður í hláturskasti yfir Gobbu og Löllu.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira