Lífið

Guð refsaði mér með einhverfum syni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Söngkonan Toni Braxton segir í nýútkomnum æviminningum, Unbreak My Heart: A Memoir, að Guð hafi refsað henni fyrir að fara í fóstureyðingu með því að láta son hennar verða einhverfan.

„Í hjarta mínu trúði ég því að ég hefði tekið líf – gert eitthvað sem ég hélt að Guð myndi refsa mér fyrir. Reiði minni fylgdi önnur sterk tilfinning: samviskubit. Ég vissi að ég hafði tekið líf og ég trúði því að hefnd Guðs væri að láta son minn verða einhverfan,“ segir Toni, en sonur hennar, Diezel Ky Braxton-Lewis, fæddist árið 2003.

Samkvæmt bókinni tók hún inn lyf gegn bólum á meðgöngunni sem getur valdið ýmsum kvillum hjá fóstrinu og því ákvað hún að fara í fóstureyðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.