Lífið

Fjölbreytt hár í sumar

Fjölbreytt hár í sumar.
Fjölbreytt hár í sumar. Vísir/Getty
Sumarhárgreiðslur þetta árið eru einfaldar og á færi flestra að prufa sig áfram með teygju og bursta að vopni.

Glansandi og olíuborið hár sem er sett frjálslega á bak við eyrað mátti sjá á ýmsum tískupöllum fyrir sumarið. Söngkonan Lykke Li hefur oft skartað þessari hárgreiðslu á árinu.
Sumarlegt hár hjá Antonio Berardi. Litlar fléttur geta sett skemmtilegan svip á sítt hár.
Takið hárið saman í tagl í hnakkagrófinni en ekki uppi á hvirflinum. Hér má sjá hálfan snúð með skartgrip fyrir fínni tækifæri.
Snúður á hnakkanum er mjög móðins í sumar eins og sjá má á tískupöllum merkisins Ports 1961. Auðveld og stílhrein hárgreiðsla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.