Lífið

Vesturbyggð breytist í stærsta leiksvið í heimi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Ingimar Oddsson heldur gufupönkshátíð á Bíldudal.
Ingimar Oddsson heldur gufupönkshátíð á Bíldudal.
„Tilfinningin þegar maður kemur inn á svæðið er að maður sé kominn inn í annað land þar sem allt getur gerst,“ segir listamaðurinn Ingimar Oddsson en hann blæs til ævintýrahátíðar í Vesturbyggð með svokölluðu gufupönksþema.

„Við verðum með landamæraverði sem munu selja vegabréf með upplýsingum um hátíðina sem hægt er að fá stimpla í, þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Ingimar, en hátíðin er eins konar hlutverkaleikur.

„Vesturbyggð breytist í stærsta leiksvið í heimi og allir sem þar eru, bæði leikarar og áhorfendur, taka þátt í hlutverkaleik þar sem við njótum tilverunnar saman og tökum þátt í alls kyns skemmtunum, leiksýningum og tónleikum.“

Á hátíðinni verður einnig hægt að finna veglegan markað þar sem alls kyns vörur tengdar gufupönki verða til sölu. „Síðan ætlum við að setja upp smá sirkus og verðum þar með viðundrasýningu,“ segir Ingimar, sem leggur gríðarlega vinnu í hátíðina. Ævintýralandið ber nafnið Bíldalía og hefur Ingimar meira að segja búið til fána fyrir landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.