Innlent

Grásleppuhrogn úr hillum í Þýskalandi og Svíþjóð

Gissur Sigurðsson skrifar
Umhverfisverndarsamtök hafa þrýst á verslanir að fjarlægja kavíar, eða grásleppuhrogn, úr verslunum.
Umhverfisverndarsamtök hafa þrýst á verslanir að fjarlægja kavíar, eða grásleppuhrogn, úr verslunum. visir/gva
Búið er að taka kavíar úr grásleppuhrognum úr hillum verslana í Þýskalandi og Svíþjóð vegna þrýstings frá umhverfisverndarsamtökum, sem hafa sett grásleppu á válista. Kaupendur þrýsta á enn frekari verðlækkun og hættu margir trillusjómenn við að fara á veiðarnar í vor.

Umhverfisverndarsamtökin segja að ekki liggi fyrir óyggjandi sannanir, eða vottorð fyrir því að grásleppan sé ekki ofveidd og þar með skuli hún njóta vafans. Við upphaf vertíðar í vor lá strax fyrir að verulega lægra verð væri í boði fyrir hrognin á heimsmarkaði en í fyrra, kostnaður við veiðarnar hefi aukist og við það bætist að kínverjar bjóða nú umþaðbil 15 prósenta lægra verð fyrir grásleppuna sjálfa en í fyrra, en nú er grásleppusjómönnum skylt að koma með alla grásleppu að landi. En það er ekki aðeins saumað að veiðunum á Íslandi, heldur líka í hinum þremur löndunum, sem stunda þessar veiðar.

Samkvæmt upplýsingum Landssambands smábátaeigenda eru veiðarnar ekki hafnar á Nýfundnalandi, og hefjast vart úr þessu. Á Grænlandi eru fimmtungi færri bátar á grássleppuveiðum en í fyrra og í Noregi eru veiðarnar ekki hafnar, og hefjast væntanlega ekki úr þessu, í ár að minnstakosti.


Tengdar fréttir

Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna og kavíars hrynur

Sala á söltuðum grásleppuhrognum og kavíar skilaði 1,3 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum 2013 samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma 2012. Grásleppuveiðimenn gagnrýna upphafsfjölda veiðidaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×