Lífið

ELLA vekur eftirtekt erlendis

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Elínrós er ekki í neinum vafa um að ELLA verði eitt áhrifamesta fyrirtæki í sínum geira í framtíðinni.
Elínrós er ekki í neinum vafa um að ELLA verði eitt áhrifamesta fyrirtæki í sínum geira í framtíðinni. Mynd/Aldís Pálsdóttir
„Þetta er skemmtileg og ánægjuleg viðurkenning,“ segir eigandi tískuhússins ELLU, Elínrós Líndal, en ELLA hlaut tilnefningu til búlgörsku tískuverðlaunanna í gær. Verðlaunin eru veitt þeim sem lagt hafa sitt að mörkum í þróun og uppbyggingu tískuiðnaðarins en þau hafa verið veitt frá árinu 2002.

Alls hlutu tíu tilnefningu til verðlaunanna í ár en verðlaunin eru 100.000 evrur. Elínrós segir frábært að hljóta tilnefningu til verðlauna á alþjóðavettvangi. Fyrirtækið stefni þó ekki í útrás alveg strax.

„Markmið okkar er að hafa áhrif á tískubransann og við erum með ákveðin plön í gangi. Við viljum verða tíu ára gamalt fyrirtæki á heimamarkaði og ná 3% veltu hér heima áður en við förum í einhverja útrás,“ segir Elínrós, spurð út í þá þýðingu sem tilnefning sem þessi hefur fyrir hana og tískuhúsið.

ELLA gerir út á klassískan fatnað úr gæðaefnum, fatnað sem endist ævilangt, en fyrirtækið var eitt þeirra sem talið var að gæti stuðlað að auknum hagvexti á Íslandi í McKinsey skýrslunni frá árinu 2012. Elínrós er ekki í neinum vafa um að fyrirtækið verði eitt það áhrifamesta í sínum geira í framtíðinni. 

„Ég er ekki með eina einustu vafafrumu í líkamanum. Eins og staðan er núna eru fáir að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum en þegar íslenskt hagkerfi lagast og við fáum fjármagn til þess að fara út verður ELLA eitt af áhrifamestu fyrirtækjunum. Ef maður er með gott fólk með sér sem hefur flotta hugsjón þá gengur dæmið upp.“ELLA gerir út á klassískan fatnað úr gæðaefnum, fatnað sem endist ævilangt, en fyrirtækið var eitt þeirra sem talið var að gæti stuðlað að auknum hagvexti á Íslandi í McKinsey skýrslunni frá árinu 2012. Elínrós er ekki í neinum vafa um að fyrirtækið verði eitt það áhrifamesta í sínum geira í framtíðinni. 

„Ég er ekki með eina einustu vafafrumu í líkamanum. Eins og staðan er núna eru fáir að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum en þegar íslenskt hagkerfi lagast og við fáum fjármagn til þess að fara út verður ELLA eitt af áhrifamestu fyrirtækjunum. Ef maður er með gott fólk með sér sem hefur flotta hugsjón þá gengur dæmið upp.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.