Hárskurður í hálfa öld Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. júní 2014 11:30 Hörður Jóhannsson og Þorbjörg Bergþórsdóttir eiga rakarastofuna Hjá Sigga hárskera. vísir/gva „Frúin klippir og þegar ég er laus þá sópa ég og helli upp á kaffi,“ segir Hörður Jóhannsson, annar eigandi rakarastofunnar Hjá Sigga hárskera en hana á Hörður ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur hársnyrti. Þau keyptu fyrir skömmu rakarastofu af Sigurði Sigurðssyni hárskera en stofan fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Sigurður opnaði stofuna árið 1964 og rak stofuna í 49 ár, en þegar hjónin keyptu stofuna var planið að breyta henni aðeins. „Við ætluðum að breyta henni meira en við gerðum, þegar við keyptum stofuna var stutt í jólatörnina og ætluðum við því að bíða aðeins. Þegar við nefndum mögulegar breytingar við viðskiptavinina var fólk ekki að taka vel í það,“ útskýrir Hörður. Hann segir fólk greinilega kunna vel við útlit stofunnar, enda sé hún rótgróin og gamaldags. „Ég held að fólki finnist það notaleg tilfinning að koma hingað inn. Flestir sem koma til okkar tala um að það sé algjör nostalgía.“ Einu breytingarnar sem hjónin gerðu voru að mála stofuna, kaupa hárþvottastól og nýja kaffivél. Þeir fastakúnnar sem Sigurður hafði hafa haldið áfram að koma þrátt fyrir eigendaskiptin. „Fastakúnnarnir hafa haldið sér, það er kannski að einum eða tveimur hefur ekki litist á blikuna og fóru annað en annars eru allir þessi gömlu áfram. Ég held þú finnir hvergi jafn fjölbreytta flóru kúnna og hér,“ bætir Hörður við léttur í lundu.Innanstokksmunir stofunnar eru flestir upprunalegir og líta ansi vel út.vísir/gvaÞegar Sigurður rak stofuna var hún einungis rakarastofa og því nær eingöngu karlmenn sem sóttu þjónustu þangað. „Það hafði ekki mikið verið um dömur hérna áður fyrr en í dag koma hingað jafn margar konur og karlar og dömurnar taka vel í þetta.“ Eins og fyrr segir eru innanstokksmunir stofunnar flestir upprunalegir og má þar finna ýmislegt skemmtilegt. „Ég held við séum með eitt elsta litasjónvarp landsins, Siggi var mikið fyrir handbolta og því sjónvarpið mikið notað til handboltaáhorfs.“ Hálfrar aldar afmælisveisla fer fram í dag en stofan er staðsett að Laugarnesvegi 74a. „Það verður heljarinnar gleði hjá okkur í dag, við bjóðum kúnnum upp á fimmtíu prósenta afslátt af klippingum og svo ætlum við einnig að bjóða upp á ýmsar veigar.“ Veislan verður frá klukkan 10 til 15.00. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Frúin klippir og þegar ég er laus þá sópa ég og helli upp á kaffi,“ segir Hörður Jóhannsson, annar eigandi rakarastofunnar Hjá Sigga hárskera en hana á Hörður ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur hársnyrti. Þau keyptu fyrir skömmu rakarastofu af Sigurði Sigurðssyni hárskera en stofan fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Sigurður opnaði stofuna árið 1964 og rak stofuna í 49 ár, en þegar hjónin keyptu stofuna var planið að breyta henni aðeins. „Við ætluðum að breyta henni meira en við gerðum, þegar við keyptum stofuna var stutt í jólatörnina og ætluðum við því að bíða aðeins. Þegar við nefndum mögulegar breytingar við viðskiptavinina var fólk ekki að taka vel í það,“ útskýrir Hörður. Hann segir fólk greinilega kunna vel við útlit stofunnar, enda sé hún rótgróin og gamaldags. „Ég held að fólki finnist það notaleg tilfinning að koma hingað inn. Flestir sem koma til okkar tala um að það sé algjör nostalgía.“ Einu breytingarnar sem hjónin gerðu voru að mála stofuna, kaupa hárþvottastól og nýja kaffivél. Þeir fastakúnnar sem Sigurður hafði hafa haldið áfram að koma þrátt fyrir eigendaskiptin. „Fastakúnnarnir hafa haldið sér, það er kannski að einum eða tveimur hefur ekki litist á blikuna og fóru annað en annars eru allir þessi gömlu áfram. Ég held þú finnir hvergi jafn fjölbreytta flóru kúnna og hér,“ bætir Hörður við léttur í lundu.Innanstokksmunir stofunnar eru flestir upprunalegir og líta ansi vel út.vísir/gvaÞegar Sigurður rak stofuna var hún einungis rakarastofa og því nær eingöngu karlmenn sem sóttu þjónustu þangað. „Það hafði ekki mikið verið um dömur hérna áður fyrr en í dag koma hingað jafn margar konur og karlar og dömurnar taka vel í þetta.“ Eins og fyrr segir eru innanstokksmunir stofunnar flestir upprunalegir og má þar finna ýmislegt skemmtilegt. „Ég held við séum með eitt elsta litasjónvarp landsins, Siggi var mikið fyrir handbolta og því sjónvarpið mikið notað til handboltaáhorfs.“ Hálfrar aldar afmælisveisla fer fram í dag en stofan er staðsett að Laugarnesvegi 74a. „Það verður heljarinnar gleði hjá okkur í dag, við bjóðum kúnnum upp á fimmtíu prósenta afslátt af klippingum og svo ætlum við einnig að bjóða upp á ýmsar veigar.“ Veislan verður frá klukkan 10 til 15.00.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira