Lífið

Jaðarsport er besta ræktin

Marín Manda skrifar
Eva Dögg Lárusdóttir
Eva Dögg Lárusdóttir
Eva Dögg Lárusdóttir er sminka,  hárgreiðslukona og flugmaður og hefur áhuga á hinum ýmsu jaðarsportum. Lífið spurði hana spjörunum úr í vikunni. 



Nafn? Eva Dögg Lárusdóttir.


Aldur? Fædd 310587. Aldur 27 ára.

Starf? Vinn hjá flugfélaginu Erni í sumar og sem sminka og hágreiðslukona á Rúv.

Maki? Enginn.

Stjörnumerki? Tvíburi.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Morgunmatur var hafragrautur.

Uppáhaldsstaður? Er einstakur staður nálægt minni sveit. Þar sem ég geng með fram sjónum upp að vita. Þar sem er svo mjög notalegt að setjast niður og njóta ;)

Hreyfing? Jaðarsport er besta ræktin og ég er mikið fyrir útiveru.

Uppáhaldslistamaður? Úff, það eru of margir en sá fyrsti sem kom upp í huga mér er hönnuðurinn Karl Lagerfeld, sem er mikill listamaður.

Uppáhaldsmynd? Dirty Dancing frá 1987.

A- eða B-manneskja? Er klárlega A-manneskja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.