Lífið

Reykjavíkurdætur selja af sér spjarirnar á Prikinu

Marín Manda skrifar
Partur af Reykjavíkurdætrum samankomnar. Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld, Solveig Pálsdóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir.
Partur af Reykjavíkurdætrum samankomnar. Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld, Solveig Pálsdóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
 Salka Sól Eyfeld, einn af meðlimum Reykjavíkurdætra, hvetur fólk til að mæta á markaðinn á morgun.

„Við erum náttúrulega hreyfing af stelpum sem rappa og erum að nýta okkur þetta nafn til að gera fleiri skemmtilegar uppákomur,“ segir Salka Sól Eyfeld, einn af meðlimum Reykjavíkurdætra.

Rapphópurinn, sem inniheldur nú 14 stelpur, hefur nú ákveðið að halda fatamarkað á Prikinu, Bankastræti 12 á morgun, laugardag, og selja af sér spjarirnar ásamt myndlist og ljóðabókum. Markaðurinn er opinn frá kl. 11.30-17.

„Við erum allar með svo mismunandi stíl og ákváðum að selja fötin okkar en þar verður að finna pelsa, hatta, kimonóa, bikiní og ýmislegt skart,“ segir Salka. Reykjavíkurdætur hafa nóg fyrir stafni í sumar en þær munu koma fram á Eistnaflugi og Secret Solstice-tónlistarhátíðinni.

Salka segir meðlimi Reykjavíkurdætra misvirka í hópnum en að það sé mikil tillitsemi innan hópsins. „Hópurinn er opinn öllum konum sem vilja rappa og það hafa fleiri bæst í hópinn þegar við höfum haldið rappkonukvöld sem við gerum á 12-14 vikna fresti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.