Lífið

Matt McGorry strippar í áheyrnarprufu sem lak á netið

Matt McGorry
Matt McGorry Vísir/Getty
Matt McGorry, sem er sennilega best þekktur fyrir hlutverk sitt sem fangavörðurinn í Orange Is The New Black, sótti um hlutverk í kvikmynd leikstjórans Tomas Soderbergh, Magic Mike.

Leikararnir hafa greinilega verið látnir strippa í áheyrnarprufunum ef marka má myndbandið sem fylgir fréttinni, en myndbandið er af McGorry að strippa í áheyrnarprufunni og var lekið á netið í vikunni.

Magic Mike er frá árinu 2012 og skartar Channing Tatum og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum, en myndin fjallar um karlkyns fatafellur. 

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.