Ýmist já eða nei hjá Skotunum í íslenska fótboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2014 13:54 Frá vinstri: Henry, Scott, Steven og Alan. Vísir/Daníel/Andri Marinó/Arnþór/Valli Skotar ganga að kjörborðinu í dag þar sem ráðast mun hvort Skotland verði sjálfstætt ríki eða vera áfram undir breskri stjórn. Skotar hafa um árabil leikið stórt hlutverk í íslenskri knattspyrnu og gera enn. Þrír Skotar spila með liðum í Pepsi-deild karla og fleiri í neðri deildum. Vísir heyrði hljóðið í Alan Lowing og Henry Monaghan, leikmönnum Víkings, Steven Lennon, framherja FH, og Scott Ramsay, leikmanni með Grindavík í 1. deildinni. Enginn fjórmenningana mun þó kjósa í kosningunum enda búsettir hér á landi. Reiknað er með því að mjótt verði á munum í kosningunum. Skoðanir Skotanna fjögurra rennir frekari stoðum undir þær grunsemdir því tveir myndu kjósa með en hinir á móti sjálfstæði.Frá vinstri: Sam Tillen, Steven Lennon og Alan Lowing þegar þeir léku saman hjá Fram. Tillen er Englendingur sem spilar með FH.Vísir/ValliSteven Lennon - framherji FH „Ég vonast svo sannarlega eftir sjálfstæði. Þetta er stórt tækifæri fyrir þjóð okkar að losna við England. Bretland verður áfram Bretland en ástandið þar mun bara versna,“ segir Lennon. Framherjinn spilaði með Fram sumrin 2011, 2012 og 2013 áður en hann var seldur til Noregs. Nú er hann snúinn aftur í Hafnarfjörðinn. Hann telur Skotum best borgið að losna undan breskri stjórn. „Það mun taka sinn tíma að ná efnahaginum í gang en svo verður þetta í góðu lagi.“ Lennon telur að litlu muni muna þegar atkvæðin verða talin. Hann ætlar svo sannarlega að fylgjast með gangi mála í nótt. Fyrst eiga FH-ingar hins vegar lykilleik í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar gegn KR í Kaplakrika í kvöld. Aðspurður hvort hann ætli að halda kosningavöku segir Lennon: „Ef við sigrum KR þá held ég pottþétt kosningapartý!“Scott Ramsay.Vísir/ArnþórScott Ramsey - kantmaður Grindavíkur „Í sannleika sagt hef ég ekki pælt það mikið í þessu,“ segir Scott Ramsay, kantmaður Grindavíkur. Ramsay hefur spilað á Íslandi frá árinu 1996. Fyrstu árin dvaldi hann á Íslandi á meðan á fótboltatímabilinu stóð en hinn hluta ársins heima í Skotlandi. „Síðan ég kynntist konunni minni hef ég verið hér á landi. Það eru að verða komin 14 eða 15 ár,“ segir Ramsay. Hann segir ástæðu þess hve litla skoðun hann hafi á málinu pottþétt tengjast hve lengi hann hefur dvalið á Íslandi. „Auðvitað væri gaman að verða sjálfstæð þjóð en ég er bara ekki búinn að kynna mér kosti og galla nógu vel. En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Alan Lowing.Vísir/ValliAlan Lowing - varnarmaður Víkings „Ég hugsa að ég myndi segja nei,“ segir Lowing í samtali við Vísi. „Ég hef verið að reyna að kynna mér kosti og galla sjálfstæðis og er í hreinskilni sagt frekar óviss.“ Lowing, sem á rætur að rekja til Glasgow, segir það þó ekki þannig að þetta skipti fólk ekki máli. Hann hafi verið að leita svara en það séu einfaldlega kostir og gallar við hvorn möguleikann sem er. „Síðast þegar ég ræddi við fjölskyldu mína var hún enn óviss,“ segir Lowing sem telur að hið sama gildi um mjög marga landa sína. „En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Henry Monaghan í baráttunni gegn Fram í sumar.Vísir/DaníelHenry Monaghan - framherji Víkings „Ég skipti stöðugt um skoðun og er mjög óákveðin. Það eru kostir og gallar við báða möguleika,“ segir Monaghan. „En ef ég þyrfti að kjósa núna myndi svarið verða já.“ Monaghan, sem var á mála hjá Hibs í Edingburgh, býr með landa sínum og liðsfélaga hjá Víkingi. Hann reiknar með því að vaka í nótt og fylgjast með nýjustu tölum. Hann ætli að reyna að halda herbergisfélaga sínum vakandi líka. „Alan segir ekki séns.“ Ekki náðist í Paul McShane, sem leikið hefur á Íslandi frá árinu 1998, en hann ku vera staddur í Skotlandi. Tengdar fréttir Skotar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða. 18. september 2014 08:12 Forsíður bresku blaðanna sýna klofið Skotland Bent er á gríðarlegt mikilvægi skosku kosninganna sem fram fara í dag á forsíðum bresku blaðanna. 18. september 2014 14:22 Á Skotland að vera sjálfstætt land? Birna Einarsdóttir og Daði Kolbeinsson eru á öndverðum meiði. 18. september 2014 09:30 Spennuþrunginn dagur Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins. 18. september 2014 07:45 Merkar kosningar Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar. 18. september 2014 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Skotar ganga að kjörborðinu í dag þar sem ráðast mun hvort Skotland verði sjálfstætt ríki eða vera áfram undir breskri stjórn. Skotar hafa um árabil leikið stórt hlutverk í íslenskri knattspyrnu og gera enn. Þrír Skotar spila með liðum í Pepsi-deild karla og fleiri í neðri deildum. Vísir heyrði hljóðið í Alan Lowing og Henry Monaghan, leikmönnum Víkings, Steven Lennon, framherja FH, og Scott Ramsay, leikmanni með Grindavík í 1. deildinni. Enginn fjórmenningana mun þó kjósa í kosningunum enda búsettir hér á landi. Reiknað er með því að mjótt verði á munum í kosningunum. Skoðanir Skotanna fjögurra rennir frekari stoðum undir þær grunsemdir því tveir myndu kjósa með en hinir á móti sjálfstæði.Frá vinstri: Sam Tillen, Steven Lennon og Alan Lowing þegar þeir léku saman hjá Fram. Tillen er Englendingur sem spilar með FH.Vísir/ValliSteven Lennon - framherji FH „Ég vonast svo sannarlega eftir sjálfstæði. Þetta er stórt tækifæri fyrir þjóð okkar að losna við England. Bretland verður áfram Bretland en ástandið þar mun bara versna,“ segir Lennon. Framherjinn spilaði með Fram sumrin 2011, 2012 og 2013 áður en hann var seldur til Noregs. Nú er hann snúinn aftur í Hafnarfjörðinn. Hann telur Skotum best borgið að losna undan breskri stjórn. „Það mun taka sinn tíma að ná efnahaginum í gang en svo verður þetta í góðu lagi.“ Lennon telur að litlu muni muna þegar atkvæðin verða talin. Hann ætlar svo sannarlega að fylgjast með gangi mála í nótt. Fyrst eiga FH-ingar hins vegar lykilleik í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar gegn KR í Kaplakrika í kvöld. Aðspurður hvort hann ætli að halda kosningavöku segir Lennon: „Ef við sigrum KR þá held ég pottþétt kosningapartý!“Scott Ramsay.Vísir/ArnþórScott Ramsey - kantmaður Grindavíkur „Í sannleika sagt hef ég ekki pælt það mikið í þessu,“ segir Scott Ramsay, kantmaður Grindavíkur. Ramsay hefur spilað á Íslandi frá árinu 1996. Fyrstu árin dvaldi hann á Íslandi á meðan á fótboltatímabilinu stóð en hinn hluta ársins heima í Skotlandi. „Síðan ég kynntist konunni minni hef ég verið hér á landi. Það eru að verða komin 14 eða 15 ár,“ segir Ramsay. Hann segir ástæðu þess hve litla skoðun hann hafi á málinu pottþétt tengjast hve lengi hann hefur dvalið á Íslandi. „Auðvitað væri gaman að verða sjálfstæð þjóð en ég er bara ekki búinn að kynna mér kosti og galla nógu vel. En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Alan Lowing.Vísir/ValliAlan Lowing - varnarmaður Víkings „Ég hugsa að ég myndi segja nei,“ segir Lowing í samtali við Vísi. „Ég hef verið að reyna að kynna mér kosti og galla sjálfstæðis og er í hreinskilni sagt frekar óviss.“ Lowing, sem á rætur að rekja til Glasgow, segir það þó ekki þannig að þetta skipti fólk ekki máli. Hann hafi verið að leita svara en það séu einfaldlega kostir og gallar við hvorn möguleikann sem er. „Síðast þegar ég ræddi við fjölskyldu mína var hún enn óviss,“ segir Lowing sem telur að hið sama gildi um mjög marga landa sína. „En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Henry Monaghan í baráttunni gegn Fram í sumar.Vísir/DaníelHenry Monaghan - framherji Víkings „Ég skipti stöðugt um skoðun og er mjög óákveðin. Það eru kostir og gallar við báða möguleika,“ segir Monaghan. „En ef ég þyrfti að kjósa núna myndi svarið verða já.“ Monaghan, sem var á mála hjá Hibs í Edingburgh, býr með landa sínum og liðsfélaga hjá Víkingi. Hann reiknar með því að vaka í nótt og fylgjast með nýjustu tölum. Hann ætli að reyna að halda herbergisfélaga sínum vakandi líka. „Alan segir ekki séns.“ Ekki náðist í Paul McShane, sem leikið hefur á Íslandi frá árinu 1998, en hann ku vera staddur í Skotlandi.
Tengdar fréttir Skotar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða. 18. september 2014 08:12 Forsíður bresku blaðanna sýna klofið Skotland Bent er á gríðarlegt mikilvægi skosku kosninganna sem fram fara í dag á forsíðum bresku blaðanna. 18. september 2014 14:22 Á Skotland að vera sjálfstætt land? Birna Einarsdóttir og Daði Kolbeinsson eru á öndverðum meiði. 18. september 2014 09:30 Spennuþrunginn dagur Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins. 18. september 2014 07:45 Merkar kosningar Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar. 18. september 2014 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Skotar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða. 18. september 2014 08:12
Forsíður bresku blaðanna sýna klofið Skotland Bent er á gríðarlegt mikilvægi skosku kosninganna sem fram fara í dag á forsíðum bresku blaðanna. 18. september 2014 14:22
Á Skotland að vera sjálfstætt land? Birna Einarsdóttir og Daði Kolbeinsson eru á öndverðum meiði. 18. september 2014 09:30
Spennuþrunginn dagur Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins. 18. september 2014 07:45
Merkar kosningar Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar. 18. september 2014 07:00