Ýmist já eða nei hjá Skotunum í íslenska fótboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2014 13:54 Frá vinstri: Henry, Scott, Steven og Alan. Vísir/Daníel/Andri Marinó/Arnþór/Valli Skotar ganga að kjörborðinu í dag þar sem ráðast mun hvort Skotland verði sjálfstætt ríki eða vera áfram undir breskri stjórn. Skotar hafa um árabil leikið stórt hlutverk í íslenskri knattspyrnu og gera enn. Þrír Skotar spila með liðum í Pepsi-deild karla og fleiri í neðri deildum. Vísir heyrði hljóðið í Alan Lowing og Henry Monaghan, leikmönnum Víkings, Steven Lennon, framherja FH, og Scott Ramsay, leikmanni með Grindavík í 1. deildinni. Enginn fjórmenningana mun þó kjósa í kosningunum enda búsettir hér á landi. Reiknað er með því að mjótt verði á munum í kosningunum. Skoðanir Skotanna fjögurra rennir frekari stoðum undir þær grunsemdir því tveir myndu kjósa með en hinir á móti sjálfstæði.Frá vinstri: Sam Tillen, Steven Lennon og Alan Lowing þegar þeir léku saman hjá Fram. Tillen er Englendingur sem spilar með FH.Vísir/ValliSteven Lennon - framherji FH „Ég vonast svo sannarlega eftir sjálfstæði. Þetta er stórt tækifæri fyrir þjóð okkar að losna við England. Bretland verður áfram Bretland en ástandið þar mun bara versna,“ segir Lennon. Framherjinn spilaði með Fram sumrin 2011, 2012 og 2013 áður en hann var seldur til Noregs. Nú er hann snúinn aftur í Hafnarfjörðinn. Hann telur Skotum best borgið að losna undan breskri stjórn. „Það mun taka sinn tíma að ná efnahaginum í gang en svo verður þetta í góðu lagi.“ Lennon telur að litlu muni muna þegar atkvæðin verða talin. Hann ætlar svo sannarlega að fylgjast með gangi mála í nótt. Fyrst eiga FH-ingar hins vegar lykilleik í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar gegn KR í Kaplakrika í kvöld. Aðspurður hvort hann ætli að halda kosningavöku segir Lennon: „Ef við sigrum KR þá held ég pottþétt kosningapartý!“Scott Ramsay.Vísir/ArnþórScott Ramsey - kantmaður Grindavíkur „Í sannleika sagt hef ég ekki pælt það mikið í þessu,“ segir Scott Ramsay, kantmaður Grindavíkur. Ramsay hefur spilað á Íslandi frá árinu 1996. Fyrstu árin dvaldi hann á Íslandi á meðan á fótboltatímabilinu stóð en hinn hluta ársins heima í Skotlandi. „Síðan ég kynntist konunni minni hef ég verið hér á landi. Það eru að verða komin 14 eða 15 ár,“ segir Ramsay. Hann segir ástæðu þess hve litla skoðun hann hafi á málinu pottþétt tengjast hve lengi hann hefur dvalið á Íslandi. „Auðvitað væri gaman að verða sjálfstæð þjóð en ég er bara ekki búinn að kynna mér kosti og galla nógu vel. En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Alan Lowing.Vísir/ValliAlan Lowing - varnarmaður Víkings „Ég hugsa að ég myndi segja nei,“ segir Lowing í samtali við Vísi. „Ég hef verið að reyna að kynna mér kosti og galla sjálfstæðis og er í hreinskilni sagt frekar óviss.“ Lowing, sem á rætur að rekja til Glasgow, segir það þó ekki þannig að þetta skipti fólk ekki máli. Hann hafi verið að leita svara en það séu einfaldlega kostir og gallar við hvorn möguleikann sem er. „Síðast þegar ég ræddi við fjölskyldu mína var hún enn óviss,“ segir Lowing sem telur að hið sama gildi um mjög marga landa sína. „En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Henry Monaghan í baráttunni gegn Fram í sumar.Vísir/DaníelHenry Monaghan - framherji Víkings „Ég skipti stöðugt um skoðun og er mjög óákveðin. Það eru kostir og gallar við báða möguleika,“ segir Monaghan. „En ef ég þyrfti að kjósa núna myndi svarið verða já.“ Monaghan, sem var á mála hjá Hibs í Edingburgh, býr með landa sínum og liðsfélaga hjá Víkingi. Hann reiknar með því að vaka í nótt og fylgjast með nýjustu tölum. Hann ætli að reyna að halda herbergisfélaga sínum vakandi líka. „Alan segir ekki séns.“ Ekki náðist í Paul McShane, sem leikið hefur á Íslandi frá árinu 1998, en hann ku vera staddur í Skotlandi. Tengdar fréttir Skotar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða. 18. september 2014 08:12 Forsíður bresku blaðanna sýna klofið Skotland Bent er á gríðarlegt mikilvægi skosku kosninganna sem fram fara í dag á forsíðum bresku blaðanna. 18. september 2014 14:22 Á Skotland að vera sjálfstætt land? Birna Einarsdóttir og Daði Kolbeinsson eru á öndverðum meiði. 18. september 2014 09:30 Spennuþrunginn dagur Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins. 18. september 2014 07:45 Merkar kosningar Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar. 18. september 2014 07:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira
Skotar ganga að kjörborðinu í dag þar sem ráðast mun hvort Skotland verði sjálfstætt ríki eða vera áfram undir breskri stjórn. Skotar hafa um árabil leikið stórt hlutverk í íslenskri knattspyrnu og gera enn. Þrír Skotar spila með liðum í Pepsi-deild karla og fleiri í neðri deildum. Vísir heyrði hljóðið í Alan Lowing og Henry Monaghan, leikmönnum Víkings, Steven Lennon, framherja FH, og Scott Ramsay, leikmanni með Grindavík í 1. deildinni. Enginn fjórmenningana mun þó kjósa í kosningunum enda búsettir hér á landi. Reiknað er með því að mjótt verði á munum í kosningunum. Skoðanir Skotanna fjögurra rennir frekari stoðum undir þær grunsemdir því tveir myndu kjósa með en hinir á móti sjálfstæði.Frá vinstri: Sam Tillen, Steven Lennon og Alan Lowing þegar þeir léku saman hjá Fram. Tillen er Englendingur sem spilar með FH.Vísir/ValliSteven Lennon - framherji FH „Ég vonast svo sannarlega eftir sjálfstæði. Þetta er stórt tækifæri fyrir þjóð okkar að losna við England. Bretland verður áfram Bretland en ástandið þar mun bara versna,“ segir Lennon. Framherjinn spilaði með Fram sumrin 2011, 2012 og 2013 áður en hann var seldur til Noregs. Nú er hann snúinn aftur í Hafnarfjörðinn. Hann telur Skotum best borgið að losna undan breskri stjórn. „Það mun taka sinn tíma að ná efnahaginum í gang en svo verður þetta í góðu lagi.“ Lennon telur að litlu muni muna þegar atkvæðin verða talin. Hann ætlar svo sannarlega að fylgjast með gangi mála í nótt. Fyrst eiga FH-ingar hins vegar lykilleik í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar gegn KR í Kaplakrika í kvöld. Aðspurður hvort hann ætli að halda kosningavöku segir Lennon: „Ef við sigrum KR þá held ég pottþétt kosningapartý!“Scott Ramsay.Vísir/ArnþórScott Ramsey - kantmaður Grindavíkur „Í sannleika sagt hef ég ekki pælt það mikið í þessu,“ segir Scott Ramsay, kantmaður Grindavíkur. Ramsay hefur spilað á Íslandi frá árinu 1996. Fyrstu árin dvaldi hann á Íslandi á meðan á fótboltatímabilinu stóð en hinn hluta ársins heima í Skotlandi. „Síðan ég kynntist konunni minni hef ég verið hér á landi. Það eru að verða komin 14 eða 15 ár,“ segir Ramsay. Hann segir ástæðu þess hve litla skoðun hann hafi á málinu pottþétt tengjast hve lengi hann hefur dvalið á Íslandi. „Auðvitað væri gaman að verða sjálfstæð þjóð en ég er bara ekki búinn að kynna mér kosti og galla nógu vel. En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Alan Lowing.Vísir/ValliAlan Lowing - varnarmaður Víkings „Ég hugsa að ég myndi segja nei,“ segir Lowing í samtali við Vísi. „Ég hef verið að reyna að kynna mér kosti og galla sjálfstæðis og er í hreinskilni sagt frekar óviss.“ Lowing, sem á rætur að rekja til Glasgow, segir það þó ekki þannig að þetta skipti fólk ekki máli. Hann hafi verið að leita svara en það séu einfaldlega kostir og gallar við hvorn möguleikann sem er. „Síðast þegar ég ræddi við fjölskyldu mína var hún enn óviss,“ segir Lowing sem telur að hið sama gildi um mjög marga landa sína. „En ef ég yrði að kjósa þá myndi ég segja nei.“Henry Monaghan í baráttunni gegn Fram í sumar.Vísir/DaníelHenry Monaghan - framherji Víkings „Ég skipti stöðugt um skoðun og er mjög óákveðin. Það eru kostir og gallar við báða möguleika,“ segir Monaghan. „En ef ég þyrfti að kjósa núna myndi svarið verða já.“ Monaghan, sem var á mála hjá Hibs í Edingburgh, býr með landa sínum og liðsfélaga hjá Víkingi. Hann reiknar með því að vaka í nótt og fylgjast með nýjustu tölum. Hann ætli að reyna að halda herbergisfélaga sínum vakandi líka. „Alan segir ekki séns.“ Ekki náðist í Paul McShane, sem leikið hefur á Íslandi frá árinu 1998, en hann ku vera staddur í Skotlandi.
Tengdar fréttir Skotar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða. 18. september 2014 08:12 Forsíður bresku blaðanna sýna klofið Skotland Bent er á gríðarlegt mikilvægi skosku kosninganna sem fram fara í dag á forsíðum bresku blaðanna. 18. september 2014 14:22 Á Skotland að vera sjálfstætt land? Birna Einarsdóttir og Daði Kolbeinsson eru á öndverðum meiði. 18. september 2014 09:30 Spennuþrunginn dagur Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins. 18. september 2014 07:45 Merkar kosningar Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar. 18. september 2014 07:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira
Skotar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða. 18. september 2014 08:12
Forsíður bresku blaðanna sýna klofið Skotland Bent er á gríðarlegt mikilvægi skosku kosninganna sem fram fara í dag á forsíðum bresku blaðanna. 18. september 2014 14:22
Á Skotland að vera sjálfstætt land? Birna Einarsdóttir og Daði Kolbeinsson eru á öndverðum meiði. 18. september 2014 09:30
Spennuþrunginn dagur Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins. 18. september 2014 07:45
Merkar kosningar Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar. 18. september 2014 07:00