Sigurður Ingi stoltur: „Skiljanlegt að fyrri ríkisstjórn maldi í móinn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 20:38 Sigurður Ingi fór yfir fyrstu níu mánuðina í starfi ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór stoltur yfir níu mánaða starfsferil núverandi ríkisstjórnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í kvöld. „Með vorinu eykst okkur bjartsýni og þor,“ sagði Sigurður og bætti við að hér á Íslandi hafi verið „Miklar breytingar til batnaðar og bjartsýni aukist.“ „Fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að leggja fram þingsályktunartillögu í tíu liðum. Öllum þessum tíu liðum er lokið eða þeir komnir í farveg,“ sagði Sigurður Ingi um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar. „Með þessum frumvörpum næst loks árangur í baráttunni fyrir almennum skuldaleiðréttingum.“ Hann sagði skiljanlegt að þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem áttu sæti í, eða studdu, síðustu ríkisstjörn reyni að klóra í bakkann. „Þegar núverandi ríkisstjórn nær slíkum árangri á níu mánuðum er skiljanlegt að fyrri ríkisstjórn maldi í móinn.“ Hann sagði síðustu ríkisstjórn ekki sagst geta farið í almennar skuldaniðurfellingar á síðasta kjörtímabili. „Nú er komið í ljós að vilji er allt sem þarf,“ sagði hann og vitnaði Einar Benediktsson. Sigurður Ingi sagði að stórt skref hafi verið stigið með afgreiðslu fyrstu hallalausu fjárlaganna síðan árið 2004. Hann sagði að tekið væri eftir góðum störfum ríkisstjórnarinnar á alþjóðavísu. Þar vitnaði hann í hagspár OECD, sem geri ráð fyrir 2,7 prósent hagvexti í ár og 3,2 prósent á næsta ári. Hann sagði að viðskiptajöfnuður hafi verið jákvæður í fyrsta sinn síðan 2002. Einnig taldi hann ráðstöfunarfé fjölskyldna hafa aukist með skattalækknum. Hann tiltók einnig að ríkisstjórnin hafi sett fjögurra milljarða innspýtingu í heilbrigðiskerfið og að almenn löggæsla hafi verið efld um land allt. En þrátt fyrir að allur þessi árangur hafi náðst að mati Sigurðar Inga eru tiltekin verkefni sem bíða lausnar. Þar sagði hann afléttingu fjármagnshafta vera efsta á blaði. Sigurður fjallaði einnig um aukna bjartsýni stjórnenda í atvinnulífinu. Að jafnaði væri sex þúsund fleiri á vinnumarkaðinum en á síðasta kjörtímabili. Hann sagði Fjárfesting hefði aukist á meðal smærri fyrirtækja, „sem er mjög jákvætt,“ sagði ráðherrann. Hann sagði þessa viðhorfsbreytingu í atvinnulífinu vera gríðarlega mikilvæga og þakkaði störfum ríkisstjórnarinnar. „Hún sprettur ekki af engu.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór stoltur yfir níu mánaða starfsferil núverandi ríkisstjórnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í kvöld. „Með vorinu eykst okkur bjartsýni og þor,“ sagði Sigurður og bætti við að hér á Íslandi hafi verið „Miklar breytingar til batnaðar og bjartsýni aukist.“ „Fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að leggja fram þingsályktunartillögu í tíu liðum. Öllum þessum tíu liðum er lokið eða þeir komnir í farveg,“ sagði Sigurður Ingi um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar. „Með þessum frumvörpum næst loks árangur í baráttunni fyrir almennum skuldaleiðréttingum.“ Hann sagði skiljanlegt að þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem áttu sæti í, eða studdu, síðustu ríkisstjörn reyni að klóra í bakkann. „Þegar núverandi ríkisstjórn nær slíkum árangri á níu mánuðum er skiljanlegt að fyrri ríkisstjórn maldi í móinn.“ Hann sagði síðustu ríkisstjórn ekki sagst geta farið í almennar skuldaniðurfellingar á síðasta kjörtímabili. „Nú er komið í ljós að vilji er allt sem þarf,“ sagði hann og vitnaði Einar Benediktsson. Sigurður Ingi sagði að stórt skref hafi verið stigið með afgreiðslu fyrstu hallalausu fjárlaganna síðan árið 2004. Hann sagði að tekið væri eftir góðum störfum ríkisstjórnarinnar á alþjóðavísu. Þar vitnaði hann í hagspár OECD, sem geri ráð fyrir 2,7 prósent hagvexti í ár og 3,2 prósent á næsta ári. Hann sagði að viðskiptajöfnuður hafi verið jákvæður í fyrsta sinn síðan 2002. Einnig taldi hann ráðstöfunarfé fjölskyldna hafa aukist með skattalækknum. Hann tiltók einnig að ríkisstjórnin hafi sett fjögurra milljarða innspýtingu í heilbrigðiskerfið og að almenn löggæsla hafi verið efld um land allt. En þrátt fyrir að allur þessi árangur hafi náðst að mati Sigurðar Inga eru tiltekin verkefni sem bíða lausnar. Þar sagði hann afléttingu fjármagnshafta vera efsta á blaði. Sigurður fjallaði einnig um aukna bjartsýni stjórnenda í atvinnulífinu. Að jafnaði væri sex þúsund fleiri á vinnumarkaðinum en á síðasta kjörtímabili. Hann sagði Fjárfesting hefði aukist á meðal smærri fyrirtækja, „sem er mjög jákvætt,“ sagði ráðherrann. Hann sagði þessa viðhorfsbreytingu í atvinnulífinu vera gríðarlega mikilvæga og þakkaði störfum ríkisstjórnarinnar. „Hún sprettur ekki af engu.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira