Leitar að rauðhærðum, spænskum tvífara Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. júlí 2014 09:00 Davíð Berndsen leitar að spænskum tvíförum sínum. mynd/úr einkasafni „Það er verið að leita rauðhærðum Spánverjum með alskegg, sem líkjast mér, það er allavega búið að finna fimm Spánverja sem henta í myndbandið,“ segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, en hann mun taka upp nýtt tónlistarmyndband í Barcelona síðar í mánuðinum. Myndbandið er við lagið Two Lovers Team og er því leikstýrt af hinum spænska Pablo Larcuen. „Hann er þekktur á Spáni en við kynntumst á kvikmyndahátíð í Los Angeles, þá vann hann til verðlauna á hátíðinni fyrir stuttmynd sem hann var að gera,“ segir Berndsen. Honum var boðið á áðurnefnda kvikmyndahátíð eftir að tónlistarmyndbandið við lagið Supertime kom út. Nýja myndbandið er ádeilumyndband á tónlistarheiminn. „Myndbandið fjallar um að það verði hægt að halda marga tónleika á sama tíma og því gott að hafa okkur frekar líka,“ segir Berndsen og hlær. Þá kemur hann einnig fram á tónleikum í Barcelona á sama tíma. „Við erum að fara að spila á rosalega flottum stað sem heitir Razmatazz, það eru meira að segja plötusnúðar inni á klósettunum,“ bætir Berndsen við. Hann hefur búið í Berlín undanfarna mánuði en er á leið heim í nám. „Ég er að fara í leiðsögunám í Háskóla Íslands eftir að hafa verið í skóla lífsins síðastliðin níu ár. Þjóðverjarnir vita svo mikið um Ísland að ég var farinn að skammast mín og ákvað að kýla á leiðsögunámið til að fræðast aðeins um land og þjóð,“ segir Berndsen léttur í lundu, og bætir við; „Maður vill geta bent barninu sínu á einhver kennimerki á Íslandi þegar maður er á leið um landið.“ Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Það er verið að leita rauðhærðum Spánverjum með alskegg, sem líkjast mér, það er allavega búið að finna fimm Spánverja sem henta í myndbandið,“ segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, en hann mun taka upp nýtt tónlistarmyndband í Barcelona síðar í mánuðinum. Myndbandið er við lagið Two Lovers Team og er því leikstýrt af hinum spænska Pablo Larcuen. „Hann er þekktur á Spáni en við kynntumst á kvikmyndahátíð í Los Angeles, þá vann hann til verðlauna á hátíðinni fyrir stuttmynd sem hann var að gera,“ segir Berndsen. Honum var boðið á áðurnefnda kvikmyndahátíð eftir að tónlistarmyndbandið við lagið Supertime kom út. Nýja myndbandið er ádeilumyndband á tónlistarheiminn. „Myndbandið fjallar um að það verði hægt að halda marga tónleika á sama tíma og því gott að hafa okkur frekar líka,“ segir Berndsen og hlær. Þá kemur hann einnig fram á tónleikum í Barcelona á sama tíma. „Við erum að fara að spila á rosalega flottum stað sem heitir Razmatazz, það eru meira að segja plötusnúðar inni á klósettunum,“ bætir Berndsen við. Hann hefur búið í Berlín undanfarna mánuði en er á leið heim í nám. „Ég er að fara í leiðsögunám í Háskóla Íslands eftir að hafa verið í skóla lífsins síðastliðin níu ár. Þjóðverjarnir vita svo mikið um Ísland að ég var farinn að skammast mín og ákvað að kýla á leiðsögunámið til að fræðast aðeins um land og þjóð,“ segir Berndsen léttur í lundu, og bætir við; „Maður vill geta bent barninu sínu á einhver kennimerki á Íslandi þegar maður er á leið um landið.“
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“