„Í hundaárum erum við á besta aldri“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2014 10:30 Jóhann segir engan meting í hópnum um hver sé fyndnastur. „Nú eru fimm ár síðan við byrjuðum á þessu brasi. Þetta var náttúrulega sjokk fyrir okkur. Þetta gerðist aðeins hraðar en við hefðum viljað. Í hundaárum erum við á besta aldri. Við erum að komast á grunnskólaaldurinn og hættir í leikskólagríninu,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson. Hann skipar grínhópinn Mið-Ísland ásamt þeim Halldóri Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, Berg Ebba Benediktssyni, Birni Braga Arnarssyni og Ara Eldjárn. Hópurinn fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var á skemmtistaðnum Karamba árið 2009. Það var rosaskemmtilegt – frítt inn og allt stappað. Þá var ég í hópnum með Ara, Bergi Ebba, Dóra og Árna Vilhjálmssyni. Ég, Ari og Árni vorum allir að þreyta okkar frumraun í þessu og þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Bergur og Dóri höfðu verið með uppistand á Prikinu nokkrum vikum fyrr þar sem Bergur talaði að ég held í fjörutíu mínútur og Dóri í fimmtíu mínútur. Það var ekki mikið verið að stytta mál sitt á þessum tíma. Í minningunni var þetta mjög þétt þótt það standist örugglega ekki skoðun í dag,“ segir Jóhann. Strákarnir þekktust allir fyrir og var það Bergur Ebbi sem tók sig til og stofnaði hópinn. „Hann plataði mig og Ara í þetta og hafði trú á því að við værum fyndnir náungar. Ég var ekki viss þegar hann hafði samband við mig en Ari var til þannig að ég sló til líka.“ Nokkru síðar hætti Árni í hópnum og tók Björn Bragi við keflinu árið 2010. Jóhann er gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem hópurinn hefur fengið á þessum fimm árum. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta hefur vaxið rosalega og stækkað með hverju árinu. Ég held að sýningaröðin okkar núna standi upp úr. Við erum búnir að fá rúmlega fimmtán þúsund manns á sýningar í vetur. Þetta er búið að vera geggjað. Við erum í skýjunum,“ segir Jóhann. Þeir félagar halda einmitt óbeint upp á afmælið í kvöld þegar þeir sýna tvær lokasýningar af uppistandinu sínu í Þjóðleikhúskjallaranum. „Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Þetta eru allra síðustu forvöð til að sjá þessa sýningu okkar,“ bætir Jóhann við en allt er opið í framtíð Mið-Íslands. „Bergur Ebbi er að fara í nám til Kanada í eitt og hálft ár en við höldum áfram að grínast og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jóhann en vill ekki gefa upp nákvæmlega hvað það verður. „Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba.“ Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
„Nú eru fimm ár síðan við byrjuðum á þessu brasi. Þetta var náttúrulega sjokk fyrir okkur. Þetta gerðist aðeins hraðar en við hefðum viljað. Í hundaárum erum við á besta aldri. Við erum að komast á grunnskólaaldurinn og hættir í leikskólagríninu,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson. Hann skipar grínhópinn Mið-Ísland ásamt þeim Halldóri Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, Berg Ebba Benediktssyni, Birni Braga Arnarssyni og Ara Eldjárn. Hópurinn fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var á skemmtistaðnum Karamba árið 2009. Það var rosaskemmtilegt – frítt inn og allt stappað. Þá var ég í hópnum með Ara, Bergi Ebba, Dóra og Árna Vilhjálmssyni. Ég, Ari og Árni vorum allir að þreyta okkar frumraun í þessu og þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Bergur og Dóri höfðu verið með uppistand á Prikinu nokkrum vikum fyrr þar sem Bergur talaði að ég held í fjörutíu mínútur og Dóri í fimmtíu mínútur. Það var ekki mikið verið að stytta mál sitt á þessum tíma. Í minningunni var þetta mjög þétt þótt það standist örugglega ekki skoðun í dag,“ segir Jóhann. Strákarnir þekktust allir fyrir og var það Bergur Ebbi sem tók sig til og stofnaði hópinn. „Hann plataði mig og Ara í þetta og hafði trú á því að við værum fyndnir náungar. Ég var ekki viss þegar hann hafði samband við mig en Ari var til þannig að ég sló til líka.“ Nokkru síðar hætti Árni í hópnum og tók Björn Bragi við keflinu árið 2010. Jóhann er gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem hópurinn hefur fengið á þessum fimm árum. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta hefur vaxið rosalega og stækkað með hverju árinu. Ég held að sýningaröðin okkar núna standi upp úr. Við erum búnir að fá rúmlega fimmtán þúsund manns á sýningar í vetur. Þetta er búið að vera geggjað. Við erum í skýjunum,“ segir Jóhann. Þeir félagar halda einmitt óbeint upp á afmælið í kvöld þegar þeir sýna tvær lokasýningar af uppistandinu sínu í Þjóðleikhúskjallaranum. „Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Þetta eru allra síðustu forvöð til að sjá þessa sýningu okkar,“ bætir Jóhann við en allt er opið í framtíð Mið-Íslands. „Bergur Ebbi er að fara í nám til Kanada í eitt og hálft ár en við höldum áfram að grínast og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jóhann en vill ekki gefa upp nákvæmlega hvað það verður. „Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba.“
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira