Hefði átt að höfundarréttamerkja skeggið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 09:00 Hér er plötuumslag Flowers með Sin Fang. „Ég held að þetta sé frekar tilviljun en ég hefði kannski átt að höfundarréttarmerkja þetta. Ég ætti kannski að hringja í lögfræðinga mína,“ segir tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon, betur þekktur sem Sin Fang, glaður í bragði. Nýjasta trendið á internetinu er myndir af mönnum sem hafa skreytt skegg sitt með blómum. Sindri hins vegar var á undan öllum með þessa tískustefnu þar sem hann gaf út plötuna Flowers í febrúar í fyrra og á plötuumslaginu skartar hann blómaskeggi. „Ég gerði umslagið með kærustu minni, Ingibjörgu Birgisdóttur, en hún hefur gert síðustu þrjú plötuumslög fyrir mig. Á öllum þremur umslögunum er ég með skegg, það fyrsta var úr pappírsræmum, annað var blúnduskegg og svo ákváðum við að loka þríleiknum með blómaskeggi því platan heitir Flowers,“ segir Sindri. Hann segist ekki ætla að fara með skegghugmyndina lengra.Myndir af Instagram-síðunni emelielc.„Nei, þetta var lokaskeggið. Það verða örugglega engin blóm á næsta umslagi fyrst þetta er orðið „mainstream“. Þetta eru gamlar fréttir,“ segir hann og hlær. Sindri er nú í stúdíói að taka upp fimm laga EP-plötu. „Þetta er eiginlega rafplata og fæ ég gestasöngvara til að syngja með í hverju lagi. Þetta eru allt íslenskir snillingar á borð við Jónsa í Sigur Rós, Sóleyju og Sillu úr Múm. Platan kemur vonandi út í ár. Ég átti að fara í tónleikaferðalag í haust en ég er búinn að vera svo lengi með plötuna að það frestast örugglega fram á næsta ár,“ segir Sindri sem spilar þó eitthvað erlendis áður en ferðalagið hefst. „Ég fer til Kanada í næsta mánuði og svo til Tyrklands. Svo spila ég í Japan snemma á næsta ári.“Rakið til hippanna Talið er líklegt að bloggarinn Pierre Thiot hafi komið að stað blómaskeggstrendinu á Instagram þegar hann byrjaði með verkefnið Will It Beard. Það felst í því að setja hvað sem er í skeggið, hvort sem það eru blóm eða Lego-kubbar, og athuga hvort það tollir. Blómaskeggstrendið er þó ekki nýtt af nálinni þar sem þessi iðja var vinsæl á hippatímabilinu á áttunda áratug síðustu aldar. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Ég held að þetta sé frekar tilviljun en ég hefði kannski átt að höfundarréttarmerkja þetta. Ég ætti kannski að hringja í lögfræðinga mína,“ segir tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon, betur þekktur sem Sin Fang, glaður í bragði. Nýjasta trendið á internetinu er myndir af mönnum sem hafa skreytt skegg sitt með blómum. Sindri hins vegar var á undan öllum með þessa tískustefnu þar sem hann gaf út plötuna Flowers í febrúar í fyrra og á plötuumslaginu skartar hann blómaskeggi. „Ég gerði umslagið með kærustu minni, Ingibjörgu Birgisdóttur, en hún hefur gert síðustu þrjú plötuumslög fyrir mig. Á öllum þremur umslögunum er ég með skegg, það fyrsta var úr pappírsræmum, annað var blúnduskegg og svo ákváðum við að loka þríleiknum með blómaskeggi því platan heitir Flowers,“ segir Sindri. Hann segist ekki ætla að fara með skegghugmyndina lengra.Myndir af Instagram-síðunni emelielc.„Nei, þetta var lokaskeggið. Það verða örugglega engin blóm á næsta umslagi fyrst þetta er orðið „mainstream“. Þetta eru gamlar fréttir,“ segir hann og hlær. Sindri er nú í stúdíói að taka upp fimm laga EP-plötu. „Þetta er eiginlega rafplata og fæ ég gestasöngvara til að syngja með í hverju lagi. Þetta eru allt íslenskir snillingar á borð við Jónsa í Sigur Rós, Sóleyju og Sillu úr Múm. Platan kemur vonandi út í ár. Ég átti að fara í tónleikaferðalag í haust en ég er búinn að vera svo lengi með plötuna að það frestast örugglega fram á næsta ár,“ segir Sindri sem spilar þó eitthvað erlendis áður en ferðalagið hefst. „Ég fer til Kanada í næsta mánuði og svo til Tyrklands. Svo spila ég í Japan snemma á næsta ári.“Rakið til hippanna Talið er líklegt að bloggarinn Pierre Thiot hafi komið að stað blómaskeggstrendinu á Instagram þegar hann byrjaði með verkefnið Will It Beard. Það felst í því að setja hvað sem er í skeggið, hvort sem það eru blóm eða Lego-kubbar, og athuga hvort það tollir. Blómaskeggstrendið er þó ekki nýtt af nálinni þar sem þessi iðja var vinsæl á hippatímabilinu á áttunda áratug síðustu aldar.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira