Erlent

Skaut á börn með loftriffli

Hinn 57 ára gamli maður var handtekinn og afvopnaður þegar lögreglan mætti heim til hans.
Hinn 57 ára gamli maður var handtekinn og afvopnaður þegar lögreglan mætti heim til hans.
57 ára gamall þýskur maður var í gærkvöldi handtekinn á heimili sínu eftir að hafa skotið með loftriffli í gegnum glugga á heimili sínu í átt að börnum sem voru að leik í nágrenninu. Ástæðan var sú að of mikil læti voru í börnunum að mati mannsins.

Það voru áhyggjufullir nágrannar sem hringdu á lögregluna þegar skothvellir heyrðust. Lögreglumenn sem mættu á vettvang heyrðu þegar maðurinn skaut tveimur skotum. Þeir brutu sér þá leið inn til hans þar sem hann var handtekinn og afvopnaður.



Maðurinn var líklega undir áhrifum áfengis þegar hann skaut af rifflinum. Nágrannar hans segja þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hann veldur ónæði. Hann sé oft árásargjarn í hegðun.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×