Helköttaður héraðsdómslögmaður - sjáðu myndirnar Ellý Ármanns skrifar 30. apríl 2014 14:45 Gísli Örn Reynisson Schramm, 30 ára gamall lögfræðingur er Íslandsmeistari í vaxtarrækt í -90 kg flokki. Ekki nóg með það heldur varð hann heildarsigurvegari í vaxtarræktinni í Overall-flokki á Íslandsmótinu sem fram fór í Háskólabíó um páskana. Gísli er almennt kallaður Ofurgísli og ber það nafn með rentu.Gísli gerði góða hluti úti um síðustu helgi á tveimur alþjóðlegum mótum í Vín og Búdapest. Seinni myndin er tekin baksviðs eftir mótið í Búdapest.Mynd/einkasafn Gísla„Síðustu helgi var ég í öðru sæti í -95 kg. flokki á tveimur alþjóðlegum mótum, annarsvegar í Vín, Austurríki og hinsvegar í Búdapest, Ungverjalandi. Þetta voru sterk mót og er ég mjög sáttur með þennan árangur enda fyrsta skipti sem ég keppi á erlendri grundu,“ segir Gísli þegar tal okkar hefst og við spyrjum út í sigrana.Gísli smellti í eina „selfie“ í réttarsal eftir að hafa flutt fyrsta dómsmálið sitt rétt fyrir Íslandsmótið í vaxtarrækt um páskana.mynd/einkasafn GíslaHvað gerir þú annars - fyrir utan sportið? „Það fer mikill tími í þetta sport og sérstaklega síðustu þrjá mánuðirnir fyrir mót. Vinir mínir gefast uppá að hafa samband og Gabríel, gúmmíplantan mín, sættir sig við að verða vökvaður sjaldnar og sýnir mér ómetanlegan skilning á þessum tíma. Hann er við það að gefa upp öndina núna en ætlar að halda sér gangandi vegna góðs gengis húsbóndans hér heima og úti,“ segir Gísli á léttu nótunum. „Annars er ég lögmaður hjá Vátryggingafélagi Íslands og hef verið það undanfarin ár. Ég flutti fyrsta dómsmálið mitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur stuttu fyrir Íslandsmótið sem var góð tilbreyting og skemmtileg upplifun. Vinnuveitandinn hefur reynst mér vel í undirbúningi fyrir keppnir og hafa yfirmenn og stjórnendur verið gríðarlega skilningsríkir og tillitssamir. Það munar um það þegar álagið eykst stuttu fyrir mót.“ „Að öðru leyti reyni ég að gera mitt besta í lífinu; vera góður kærasti, góður vinur og vera jákvæður. Það er allt svo miklu betra þegar jákvæðnin er í fyrirrúmi – það er ekki bara klisja. Síðast en ekki síst reyni ég að vera í spandex-æfingabuxum á öllum stundum utan vinnu, þótt ég kysi að vera í þeim á vinnutíma líka,“ segir hann.Ofurgísli varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt í -90 kg. flokki og Overall meistari nýliðna páska. Hann varð einnig Bikarmeistari árið 2012. Hrikalegt formið á honum.Mynd/einkasafn GíslaHvenær byrjaðir þú að æfa? „Ég var alltaf í fótbolta heima á Hornafirði á mínum yngri árum. Þar bjó ég mér til haug af keppnisskapi sem ég bý að í dag og nota grimmt í þessu sporti. Ég fór svo markvisst að lyfta lóðum fyrir nokkrum árum og hef varið töluvert af mínum frítíma í gyminu síðan – það er vel nýttur frítími.“ Þegar talið berst að mataræðinu segir Gísli: „Mataræðið er allt í föstum skorðum. Ég pæli mikið í innihaldi og næringargildinu á því sem ég set ofan í mig. Ofurgísli vill aðeins það besta fyrir sinn kropp. Ég forðast sykur, unnar kjötvörur og allt þetta drasl sem er í boði í dag. Draslmaturinn leynist víða og er nauðsynlegt að vera vel vakandi sé ætlunin að sneiða framhjá draslinu – stundum dugir það ekki til. Á laugardögum reyni ég að breyta til og hleypa mér aðeins upp. Helst verð ég að fá hnausþykkan hamborgara um kvöldið.“ „Annars er þetta hafragrautur á morgnanna með próteindufti og eggjahvítum. Nokkuð sambærilegt klukkan 10:00 ásamt einhverri góðri fitu eins og Lýsi, Udo´s, Omega3 og kókosolíu. Í hádeginu borða ég kjúkling, fisk, eggjahvítur eða annan próteinríkan mat. Góð kolvetni, til dæmis hýðisgrjón eða sætar kartöflur. Klukkan 15:04 fæ ég mér ýmist stóran hafragraut ásamt próteini til að hafa næga orku á æfingunni sem ég tek rúmlega fjögur á daginn. Strax eftir æfingu fæ ég mér góða kolvetna-prótein-blöndu ásamt öðrum fæðubótarefnum. Kvöldmaturinn er með svipuðu sniði og hádegismaturinn. Fyrir svefninn fæ ég mér eggjahvítur og cassein prótein. Það er hægt að leika sér með þessa blöndu endalaust, setja á pönnu, í vöfflujárn, inní örbylgjuofn, eða borða samanblandað.“ Eitthvað að lokum? „Ég er gríðarlega þakklátur fyrir aðstoðina sem ég fékk frá mínu fólki fyrir þessa nýafstöðnu mótaröð mína. Ég lagði mikið á mig og einsog oft áður þá varð nokkuð gott samræmi á milli þess og útkomunnar. Það gleður og gefur manni gríðarlega.“ Til að ná árangri í þessu sporti eru þrjú atriði sem Ofurgísli leggur áherslu á: Æfa vel – borða rétt – sýna sjálfsaga. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Gísli Örn Reynisson Schramm, 30 ára gamall lögfræðingur er Íslandsmeistari í vaxtarrækt í -90 kg flokki. Ekki nóg með það heldur varð hann heildarsigurvegari í vaxtarræktinni í Overall-flokki á Íslandsmótinu sem fram fór í Háskólabíó um páskana. Gísli er almennt kallaður Ofurgísli og ber það nafn með rentu.Gísli gerði góða hluti úti um síðustu helgi á tveimur alþjóðlegum mótum í Vín og Búdapest. Seinni myndin er tekin baksviðs eftir mótið í Búdapest.Mynd/einkasafn Gísla„Síðustu helgi var ég í öðru sæti í -95 kg. flokki á tveimur alþjóðlegum mótum, annarsvegar í Vín, Austurríki og hinsvegar í Búdapest, Ungverjalandi. Þetta voru sterk mót og er ég mjög sáttur með þennan árangur enda fyrsta skipti sem ég keppi á erlendri grundu,“ segir Gísli þegar tal okkar hefst og við spyrjum út í sigrana.Gísli smellti í eina „selfie“ í réttarsal eftir að hafa flutt fyrsta dómsmálið sitt rétt fyrir Íslandsmótið í vaxtarrækt um páskana.mynd/einkasafn GíslaHvað gerir þú annars - fyrir utan sportið? „Það fer mikill tími í þetta sport og sérstaklega síðustu þrjá mánuðirnir fyrir mót. Vinir mínir gefast uppá að hafa samband og Gabríel, gúmmíplantan mín, sættir sig við að verða vökvaður sjaldnar og sýnir mér ómetanlegan skilning á þessum tíma. Hann er við það að gefa upp öndina núna en ætlar að halda sér gangandi vegna góðs gengis húsbóndans hér heima og úti,“ segir Gísli á léttu nótunum. „Annars er ég lögmaður hjá Vátryggingafélagi Íslands og hef verið það undanfarin ár. Ég flutti fyrsta dómsmálið mitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur stuttu fyrir Íslandsmótið sem var góð tilbreyting og skemmtileg upplifun. Vinnuveitandinn hefur reynst mér vel í undirbúningi fyrir keppnir og hafa yfirmenn og stjórnendur verið gríðarlega skilningsríkir og tillitssamir. Það munar um það þegar álagið eykst stuttu fyrir mót.“ „Að öðru leyti reyni ég að gera mitt besta í lífinu; vera góður kærasti, góður vinur og vera jákvæður. Það er allt svo miklu betra þegar jákvæðnin er í fyrirrúmi – það er ekki bara klisja. Síðast en ekki síst reyni ég að vera í spandex-æfingabuxum á öllum stundum utan vinnu, þótt ég kysi að vera í þeim á vinnutíma líka,“ segir hann.Ofurgísli varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt í -90 kg. flokki og Overall meistari nýliðna páska. Hann varð einnig Bikarmeistari árið 2012. Hrikalegt formið á honum.Mynd/einkasafn GíslaHvenær byrjaðir þú að æfa? „Ég var alltaf í fótbolta heima á Hornafirði á mínum yngri árum. Þar bjó ég mér til haug af keppnisskapi sem ég bý að í dag og nota grimmt í þessu sporti. Ég fór svo markvisst að lyfta lóðum fyrir nokkrum árum og hef varið töluvert af mínum frítíma í gyminu síðan – það er vel nýttur frítími.“ Þegar talið berst að mataræðinu segir Gísli: „Mataræðið er allt í föstum skorðum. Ég pæli mikið í innihaldi og næringargildinu á því sem ég set ofan í mig. Ofurgísli vill aðeins það besta fyrir sinn kropp. Ég forðast sykur, unnar kjötvörur og allt þetta drasl sem er í boði í dag. Draslmaturinn leynist víða og er nauðsynlegt að vera vel vakandi sé ætlunin að sneiða framhjá draslinu – stundum dugir það ekki til. Á laugardögum reyni ég að breyta til og hleypa mér aðeins upp. Helst verð ég að fá hnausþykkan hamborgara um kvöldið.“ „Annars er þetta hafragrautur á morgnanna með próteindufti og eggjahvítum. Nokkuð sambærilegt klukkan 10:00 ásamt einhverri góðri fitu eins og Lýsi, Udo´s, Omega3 og kókosolíu. Í hádeginu borða ég kjúkling, fisk, eggjahvítur eða annan próteinríkan mat. Góð kolvetni, til dæmis hýðisgrjón eða sætar kartöflur. Klukkan 15:04 fæ ég mér ýmist stóran hafragraut ásamt próteini til að hafa næga orku á æfingunni sem ég tek rúmlega fjögur á daginn. Strax eftir æfingu fæ ég mér góða kolvetna-prótein-blöndu ásamt öðrum fæðubótarefnum. Kvöldmaturinn er með svipuðu sniði og hádegismaturinn. Fyrir svefninn fæ ég mér eggjahvítur og cassein prótein. Það er hægt að leika sér með þessa blöndu endalaust, setja á pönnu, í vöfflujárn, inní örbylgjuofn, eða borða samanblandað.“ Eitthvað að lokum? „Ég er gríðarlega þakklátur fyrir aðstoðina sem ég fékk frá mínu fólki fyrir þessa nýafstöðnu mótaröð mína. Ég lagði mikið á mig og einsog oft áður þá varð nokkuð gott samræmi á milli þess og útkomunnar. Það gleður og gefur manni gríðarlega.“ Til að ná árangri í þessu sporti eru þrjú atriði sem Ofurgísli leggur áherslu á: Æfa vel – borða rétt – sýna sjálfsaga.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira